Joseph Fouché- morðinginn frá Lyon

Er að lesa bók sem heitir Lögreglustjóri Napoleons eftir Stefán Zweig sem kom út í íslenskri þýðingu  Magnúsar Magnússonar,þess merka manns,árið 1944.Í bókinni eru hroðalegar lýsingar á lifshlaupi Joseph Fouché,einum af valdamestu mönnum sinnar aldar,svo hroðalegar að rétt er að vara viðkvæma við.Guðmundur vinur minn Hreiðarsson, stórleikari og skáld ,lánaði mér þessa bók,en hún hafði algerlega farið fram hjá mér, þó töluvert hafi ég lesið í gegnum tíðina.Lesningin er holl,að minnsta kosti fyrir mig,og sýnir svo ekki verður um villst,að Joseph Fouché hefur fætt af sér sporgöngumenn í hinum ýmsu löndum,mennina í skugganum,sem oftar en ekki bera hið raunverulega vald,þó almúganum sýnist annað Eins og Stefán Zweig segir í formála:"Allir ,sem geta hans í endurminningum sínum,rista honum níð.Napoleon á St. Helenu, Jakobínarnir: Robespierre, Carnot, Barras, og Talleyrand.Og sama gildir um alla franska sagnaritara, sem voru samtíðarmenn hans- konungssinna, lýðveldissinna og fylgjendur Napoleons. "Fæddur svikari, auðvirðilegur bragðarefur, háll höggormur, þindarlaus liðhlaupi, skríðandi njósnari, viðbjóðslegur flagari"- ekkert smánaryrði er undanskilið.Og Zweig heldur áfram lýsingum sínum á Fouché og segir að honum hafi tekist það eftir dauðann eins og honum tókst í lífinu að hylja sig á bak við aðra á leiksviði sögunnar. "Það kostar blátt áfram áreynslu að gera sér það í hugarlund, að það sé sami maðurinn, sem 1790 var prestakennari, 1792 kirkjuræningi,1793 kommúnisti og aðeins fimm árum síðar milljónaauðkýfingur og fimm árum eftir það, hertogi af Otranto". Joseph Fouché vann að mestu leyti í skugganum en lét aðra um bera hið sýnilega vald og skipaði sér ævinlega í þann flokk sem hafði meirihlutann og var snöggur að skipta yfir ef hann skynjaði að hann var að lenda í minnihluta. Minnir þetta okkur eitthvað á vissa stjórnmálamenn samtímans? Ég bara spyr. Meira um Fouché og sporgöngumenn hans síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband