Hamingjudagar í háloftum og af Leifi í Bjarnarfirði

Var með sýningu á Hamingjudögum á Hólmavík um daginn og minn var flottur á því, fór með einkaflugvél báðar leiðir og var það ógleymanlegt. Langt síðan ég hef séð landið okkar í svo mikilli nálægð og Hörður hjá Flugfélaginu Ernir (Örnum)? var góður leiðsögumaður. Þetta verður mér ógleymanleg helgi,allir boðnir og búnir að gera allt fyrir mig og veðrið betra en hægt er að biðja um. Það sem er nú kannski minnistæðast voru allar sögurnar sem ég fékk að heyra frá öldungum af Ströndum, hver annarri betri. Einn þeirra hafði nýlokið við fjórar frábærar sögur sem ég segi ykkur seinna og klykkti út með því að segja: En Thorberg minn, ef þú vilt heyra almennilegar sögur, þá skaltu tala við Leif í Bjarnarfirði!!!!!  og þangað er förinni heitið við fyrsta tækifæri.Já, fjársjóðirnir leynast víða, heldur betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband