Meira af skáldum. kaffi.blog.is og

Hér duttu inn nokkrir góðir. Áram nú! Það eru aukaverðlaun í boði. Það eru engin lögmál í skáldskap sem banna skáldskap í lögmáli. Sjálfur verð ég LAUGARVEGI 24, Og býð ykkur í kaffi. Á menningar daginn og Nóttina Og hér koma herlegheitin.

 

*Morgunn*

Röðull fagur roðar skýin,
rökkrið hörfa fer.
Annar dagur upp er stigin,
eykur fjör í mér.

Kraumar blóð í Braga æðum,
brosir skáldamær.
Öll mín ljóð að hæstu hæðum
hafa þokast nær.

XXXXXXXXXXX

Þó útlitið sé allra verst,
og egóið helsta meinið;
þá er ég eins og fólk er flest,
fallegur inn við beinið.

XXXXXXXXXXX

Lífsins brautir glaður gekk ég,
góða hlaut ég Bragaskó.
Allar þrautir unnið fékk ég,
ástar naut ég sjaldan þó.

XXXXXXXXXXXXXX

Oft ég streða, ei til neins,
og yrki gleðispar.
Mitt er geðið alveg eins
og íslenzkt veðurfar.

XXXXXXXXXXXXXXX


Vínið gleður margan mann,
magnar þor og deyfir linku,
uns að morgni hrellir hann
hausverkur með slæmri þynnku.


XXXXXXXXXXXXX

Mér hefur lukkan dillað dátt.
Dýrðlega ævi hlaut’ég.
Þó alltaf ristu launin lágt,
lífsins gæða naut’ég.

XXXXXXXXXXXXXX

*Limrur*


Þegar á líf mitt er litið,
ljóðin og daglega stritið,
þá greinist það strax
frá degi til dags,
hversu stórlega stíg ég í vitið.

XXXXXXXXXXXXX

Mér er ljúft að líða vel,
ljóð og stökur smíða vel.
Þó finnst mér best
að ég þarf ekki hest
þegar mig langar að ríða vel.

XXXXXXXXXXXXXX


Uppfullt af óyndisverkum
er allt sem vex trúneista sterkum.
Vort ólukkans böl,
áþján og kvöl,
hafa stafað af konum og klerkum.

XXXXXXXXXXXXXXXXX

Að yrkja er eðlinu tamt,
ég er alltaf að reyna, en samt,
ef það tekst ekki núna
þá fer ég á frúna,
þó kosti það múður og mjamt.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

jú.....þú ert í ýmsu sér maður/kona....það er gott. Ekki mikið af reglum og fáir kassar.....það er líka gott.  Hitti þig á Grand fyrir nokkru og það var gaman.

Góðar stundir

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:04

2 identicon

Síðbúin lífsmarksmelding. Hafið það sem bezt, hjónakornin.

Guðmundur Guðjón Hreiðarsson (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er alldeilis að þið Katrín bloggvinkona eruð sniðug .... Góða skemmtun á menningar dag og nótt!

www.zordis.com, 18.8.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Er það rétt að þú sért að mála þessar myndir með kaffi, er ekki viss enda nýr bloggvinur. Mér finnst myndirnar óvenjulegar og skemmtilegar.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 18.8.2007 kl. 19:01

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Já já Margrét allar málaðar með kaffi og allt á hvolfi þ.e. þær snúa öfugt við mér þegar ég mála þær. Ég er búinn að breyta kaffi í fullgilda málningu sem er jafn endingargóð og akrýl eða olía.

kv.

Bergur Thorberg

thorberg@thorberg.is   thorberg.is  s. 692 4321

Bergur Thorberg, 5.9.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband