Hlemmur landnámsmaður og Hverfisgata

Hverfisgata

Þessa sögu heyrði ég fyrir 107 árum.

Hlemmur landnámsmaður réri einu sinni sem oftar til fiskjar út á Faxaflóa. Segir ekki margt af þeirri veiðiför annað en þegar hann kom að landi hafði hann fangað skötu eina mikla. Slengdi hann skötunni á bakið og gekk sem leið lá upp Grandagarðinn, yfir Kvosina og upp gegnum Þingholtin. Eftir því sem leið á gönguna, varð hann þreyttur, enda skatan ferlíki mikið. Ákvað hann því að hvílast og koma við hjá Baróni vini sínum, sem bjó þá á Barónsstíg. Slengdi hann skötunni á götuna og knúði dyra. Urðu þar miklir fagnaðarfundir og upphófst mikil mjaðardrykkja, sem stóð fram á næsta morgun. Þá hugðist Hlemmur drífa sig heim, enda ekki langt að fara, aðeins stuttur spölur upp á Hlemm, þar sem hann bjó. Hann staulast niður af loftinu og út á götu en viti menn..... skatan var ekki lengur þar sem hann hafði lagt hana, hún var horfin. Og eftir það heitir þar Hverfisgata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband