Sandgerði, Akranes, Reykjavík

Bíddu, keyptu HP Grandamenn ekki kvóta í Sandgerði og gerðu fólk atvinnulaust þar um árið? Var ekki landvinnsla aukin á Akranesi í staðinn? Nú er hún í andaslitrunum. Og nú er þetta komið til Reykjavíkur. Hinnar frjálslyndu og sjálfstæðu Reykjavíkur. Þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
mbl.is Sagt upp hjá HB Granda eftir 44 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Það var fyrirtækið HB sem yfirtók Miðnes í Sandgerði á sínum tíma og fór með kvótann þaðan upp á Akranes. Allir þeir sem stóðu að þeim gjörningi hvort heldur daglegir stjórnendur eða stjórnarmenn eru löngu horfnir frá sjávarútvegsrekstri á Akranesi og fáránlegt að núa íbúum Akraness því um nasir í dag því þeir áttu þarna engan hlut að máli.

Magnús Þór Hafsteinsson, 30.1.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég er ekki að saka Akurnesinga um neitt. Þvert á móti. Kvótapólitíkina aftur á móti, má segja ýmislegt um eins og þú veist nú best sjálfur.

Lifðu heill

Bergur Thorberg, 30.1.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband