Öræfajökull kom í heimsókn í dag

Öræfajökull 2119m

Þessa mynd af Öræfajökli, málaði ég fyrir mörgum árum. Á myndinni eru hvorki fleiri né færri en 2119m (emm)(metri). Ég fann þessa mynd í dag og langaði að deila henni með ykkur. En Dagur Sigurðarson samdi einu sinni ljóð um heimsókn Öræfajökuls til Reykjavíkur. Fólkið hrópaði að honum á Lækjartorgi: Hundaþúfa! Hundaþúfa! Hundaþúfa! Hann var fljótur heim og hefur ekki komið til Reykjavíkur síðan þá. Þið vitið hvar hann er að finna. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég veit hvar Öræfajökul er að finna, hef meira að segja klifrað upp á þúfuna, alla leið upp á topp.  - Og þvílíkt útsýni sem við mér blasti þegar upp var komið. -  Þessa mynd mundi ég vilja eiga.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband