Hetjur háloftanna

Hvað verður um alla þessa blessuðu flugmenn, hetjur háloftanna, þegar svo illa gengur um allan heim hjá flugfélögum? Allir eru þeir örugglega vel menntaðir og góðir flugmenn. Ég ætla bara rétt að vona að flugfélög almennt fari ekki að slaka á í örygginu með því að ráða fólk sem hefur ekki eins góða mentun og reynslu, eins og ég veit að íslensku flugmennirnir hafa. Kannski eru þetta ekki allt Íslendingar sem sagt hefur verið upp og gildir það einu.
mbl.is 16 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þessi kreppa virðist vera heimatilbúin að miklu leyti. Erlend flugfélög eru flest í þokkalegum málum eins og er. Nú er sumarið þó að verða búið, svo það er aldrei að vita. En geta 112 flugmenn ekki slegið saman og stofnað keppinaut við Icelandair, kannski í samvinnu við erlend félög? Félag sem hefur meiri áhuga á flugrekstri en hlutabréfamarkaði?

Villi Asgeirsson, 1.9.2008 kl. 03:08

2 Smámynd: svarta

allt íslendingar. sumir eru að fá reysupassann í þriðja sinn á 4-5 árum. og á meðan þeir bíða eftir að fá aftur vinnu hjá félaginu þá safna þeir skuldum.

svarta, 1.9.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband