Ísskápar á hvert heimili í heiminum

Þegar sá tími kemur, að íbúar þróunarlandanna svokölluðu, krefjast þess að fá að kaupa sér eins og einn ískáp, sem er græja sem við "Vesturlandabúar" teljum sjálfsagða, og höfum talið lengi, ja þá gæti gamanið farið að kárna...hjá okkur "Vesturlandabúum". En íslenskt vatn... og orka, gætu kannski linað þjáningar okkar Íslendinga, ef við fáum að njóta starfskrafta alvöruathafnamanna..... í alvöruútrás. Svo mætti kannski hugsa sér að starfrækja ísskápaverksmiðju á Íslandi. Kannski er það ekki bara jólasveinninn sem er íslenskur. Icefreeze? Hvernig hljómar það? Sem vörumerki?
mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Svo þú planar heimsyfirráð með frosti, Bergur? 

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú færð að vera með. Hafðu ekki áhyggjur. Það þarf alvörumenn í frystingu. Eins og í "tækjunum" forðum, í frystihúsinu. Og ekki verra að hann sé Íslendingur. En ekkert "Öxar við ána..... sem hljómað hefur í ræðum íslenskra stjórnmálamanna, á tyllidögum, svo lengi sem ég man eftir mér. Nú er frost á Fróni....lalalalalalalalalala....... hvers vegna ekki að nýta það?

Bergur Thorberg, 22.10.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Kreppumaður

Seljum þeim djúpfrysta seðlabunka beint frá byrgjum okkar í Bretaveldi.  Þau munu aldrei þiðna.

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Now you're talking.

Bergur Thorberg, 22.10.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Kreppumaður

Við verðum næstu ,,mest hötuðustu menn á Íslandi" eftir þetta gróðabrall.

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 23:59

6 identicon

Vantar ykkur þá ekki sérfræðing í tetrafluorethan, eða verður þetta bara enn ein svikamyllan, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Kauptu einkaleyfið strax Bergur darling, áður en því verður stolið

Eva Benjamínsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:15

8 Smámynd: Kreppumaður

Þetta verður sko svikamylla Guðmundur en við skulum leyfa þér að vera með...

Kreppumaður, 23.10.2008 kl. 15:29

9 Smámynd: www.zordis.com

Það er bara ekkert annað hér!  Ísskápar hahahahhah ....

www.zordis.com, 23.10.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband