Spurningar um moldviðri

Voru þá engir þrír milljarðar fluttir? En ef þeir voru fluttir, hvaða peningar voru þetta og í hvaða tilgangi voru þeir fluttir? Er endurskoðandinn heilagur? Hann hlýtur að geta frætt okkur um, hvort einhverjir peningar voru fluttir, og hvers eðlis sú færsla var. Ef færslan átti sér stað var hún þá lögleg en kannski siðlaus? Hverjum á að trúa? Er verið að slá ryki í augu almennings og neita og fela tilganginn með færslunni? Eða er verið að ljúga upp á Hannes Smárason? Hvað veit ég? Moldviðrið er alla vega til staðar og almenningur sér ekki út úr augunum. Er það tilgangurinn með öllu saman?
mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Misvísandi upplýsingar eru orðnar svo algengar í íslenskrum fjölmiðlum að ég legg til að innleitt verði eftirfarandi nýyrði, þó ekki væri nema bara til að spara okkur innsláttinn hér á blogginu:

Mislýsingar :

  1. Óstaðfestar eða véfengjanlegar upplýsingar sem ganga þvert á aðrar óstaðfestar eða véfengjanlegar upplýsingar, sem þjóna oftar en ekki þeim tilgangi að villa fyrir sýn á hinar raunverulegu staðreyndir málsins.
  2. Fleirtala orðsins mislýsing sem gæti t.d. átt við beina útsendingu frá íþróttakappleik þar sem dómarinn er farinn í kaffi og á meðan hafa slagsmál brotist út meðal leikmanna og þjálfara beggja liða, en í stað þess að segja rétt frá heldur útvarpsþulurinn áfram með lýsingu á ímynduðum kappleik sem á sér enga stoð í veruleikanum, e.t.v. til þess eins að halda hlustendum rólegum hjá viðtækjunum.

Öðrum sem vilja taka þátt í nýyrðasmíðinni er frjálst að bæta við sínum eigin tillögum. Lengi lifi íslenska tungumálið!


Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband