Sókn er besta vörnin..... eða hvað?

Er nú haukurinn kominn fram á vígvöllinn? Er Davíð ekki SEÐLABANKASTJÓRI? Heldur hann að sókn sé besta vörnin fyrir hann? Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem hann reynir að leiða almenning frá sínum eigin vandamálum með því að tala um vandamál annarra. Auðvitað er framganga auðmannanna síðastliðin ár forkastanleg. En þeir fengu að vaða áfram eftirlitslaust. Hvar var Seðlabankinn? Hvar var fjármálaeftirlitið? Hvar voru stjórnvöld? Maður hefur heyrt Davíð tala svona svo oft áður að maður fær eiginlega bara klígju. Ég legg til að rannsókn á störfum Seðlabankastjóra verði látin hafa forgang svo við fáum hreint borð þar. Ætlar þjóðin að láta það yfir sig ganga að Davíð togi endalaust í spotta sem ná inn í ríkisstjórnina? Hvaða samtöl er Davíð að vitna í? Ef það eru samtöl ráðamanna við einhverja, útlendinga eða Íslendinga, hvað veit Davíð sem við vitum ekki? Nei nú er það gamla sagan: Baugsveldið. Maðurinn er ekki í lagi.
mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gagnrýnirinn

Davíð hefur nú nokkuð til síns máls. Það er fáránlegt að einn maður geti tekið 1000 milljarða lán og situr hann nú uppi með þessa skuld sem hann getur engan vegin borgað. Þessir bankamenn sem lánuðu manninum svona gífurlega upphæð ættu að sæta ábyrgð.

En hvers vegna lánuðu viðskiptabankarnir Jóni Ásgeiri þessa fjármuni.. jú starfsmenn bankana fengu góðan bónus fyrir.

Eins og kemur fram í viðtalinu þá átti Seðlabankinn ekki að sjá um eftirlitið á útbreiðslu bankanna, það var fjármálaeftirlitið. Fólk er dáldið að benda á vitlausa aðila. Eina sem ég hef út að setja á Seðlabankann eru þessir fáránlegu háu  stýrivextir sem að gerðu ekkert annað en að láta fólk taka lán í erlendum gjaldeyri, en svo veit maður aldrei hvað hefði gerst hefðu þeir haldið vöxtunum niðri, hvort verðbólgan myndi éta upp allt

Gagnrýnirinn, 18.11.2008 kl. 10:31

2 identicon

En finnst þér ekkert athugavert við að einhver geti fengið lánaðar þúsund miljónir. Ég verð að segja að ég fengi ekki lánað brot af þessari upphæð. Tryggingar fyrir þessum lánum eru svo jafnvel skuldir í einhverju öðru t.d. bílalánum.

Lára Guðrún Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:31

3 identicon

Eins og kemur fram í viðtalinu þá átti Seðlabankinn ekki að sjá um eftirlitið á útbreiðslu bankanna, það var fjármálaeftirlitið. Fólk er dáldið að benda á vitlausa aðila. Eina sem ég hef út að setja á Seðlabankann eru þessir fáránlegu háu  stýrivextir sem að gerðu ekkert annað en að láta fólk taka lán í erlendum gjaldeyri, en svo veit maður aldrei hvað hefði gerst hefðu þeir haldið vöxtunum niðri, hvort verðbólgan myndi éta upp allt

Fjármálaráðuneytið hvorki er né var ekki einn armur ríkisvaldsins. FME vinnur eftir þeim reglum sem þeim eru settar af yfirvöldum. Væri ástandið öðruvísi ef FME hefði haft lagaheimildir til þess að neyða Landsbankann til þess að gera Icesave að erlendu dótturfyrirtæki? Vitaskuld en FME hafði ekki þær lagaheimildir. Ef lagaramminn sem meðal annars DO tók þátt í að smíða leyfir ekki skilvirkt eftirlit með fjármálastarfsemi, er það þá eftirlitsaðilanum að kenna? Það er hægt að tauta og þvæla endalaust um þetta mál en staðreyndin er sú að við þurfum á láni frá útlöndum að halda og þar á bæ er DO búinn að missa allt traust. Hann á að segja af sér.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband