Veldu núna

Nú skýtur við skökku, í hina íslensku Hollywoodkvikmyndatilraunaþjóð. Hvenær kemur að því að við, Íslendingar, veljum nýjan fjármálaráðherra? Og Seðlabankastjóra? Ætli við verðum ekki dauð, þegar greiðist eitthvað úr þeim málum? Það sem einu sinni átti að heita lýðræði (eins og Hr. Benzen vinur minn sagði), hefur breyst í glapræði. Ýttu á einn, ef þú velur lýðræði, ýttu á tvo ef þú velur glapræði, Ef ekkert er valið, verður þér gefið samband við skiptiborð og þá er nú aldrei að vita, nema greiðist úr málunum. Veldu núna.
mbl.is Obama velur fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér farið ekki alveg 100% rétt með þarna, Bergur. Hér er bara að losna um stöður Fjárkláða- og Utanviðsigráðherra, hm. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:37

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég er að hugsa um, að kaupa mér nýjan bíl ,og keyra umhverfisráðuneytið.

Bergur Thorberg, 24.11.2008 kl. 07:57

3 identicon

Ég hef heyrt að enn sé hægt að fá lán fyrir lúxusbílakaupum, hjá Sápukúlusviði Landsbankans, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband