Skrattinn og smádjöflarnir

Jæja þá er Björgvin farinn. Gott hjá honum og líklega það eina í stöðunni fyrir hann. Það var líka gott hjá honum að segja þessu liði upp hjá Fjárnálaeftirlitinu. Það hefur ekki staðið sig sem skyldi, oftar en ekki verið að eltast við smádjöfla, en látið Skrattann í friði og stofnunin hefur verið eins konar ríki í ríkinu, með ofurvernd, en ekki hafa menn þar á bæ staðið vaktina. Björgvin er afar geðugur piltur sem allt í einu var hrint út í brimsjó fjármálaheimsins til að taka þar til en mistókst það eins og öðrum. Vonandi finnur hann góðan flöt til að standa á í framtíðinni. Það er svo langt í frá að við hann einan sé að sakast um, hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Aðrir verða líka að "axla ábyrgð". Það sorglegasta við þetta allt er kannski þegar ungt fólk, sem velur að fara út í stjórnmál, mátar sig beint við gamlan tíma, er uppalið í gömlum og úr sér gengnum "tækifærishugsjónum" gamalla slitinna flokka með gamla og kæsta hugmyndafræði. Það er sorglegt. Við þurfum fólk, ungt sem gamalt, sem ekki er bundið á bás samtryggingar og spillingar. Það er leiðin inn í framtíðina. En Björgvin fær prik fyrir gjörðir sínar í dag
mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband