Sárt, biturt og salt á sprengidaginn hjá Davíð

Segjum nú sem svo að allt sé rétt sem Davíð segir, þá eru orð hans mesti áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum í áratugi, ef ekki frá upphafi. Þrátt fyrir sífelldar aðvaranir alviturs Seðlabankastjóra, gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekki neitt í aðdraganda bankahrunsins, þrátt fyrir að vera í forsæti í ríkisstjórn. Þessi Davíðsdókumentar er orðinn svo pínlegur að vart orðum tekur. En að gera sífellt lítið úr fréttamanni Kastljóss, eins og hann hefur stundum gert áður, gagnast honum ekki nú. Jafnvel þó fréttamaður Kastljóss hefði mátt standa sig betur. Það var sár, bitur og reiður Seðlabankastjóri sem gekk út úr kastljósi kvöldsins.
mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hann væri þetta sem þú segir sár og bla bla finnst fólki það skrítið. Ef þú yrðir lagður í stanslaust einelti hvernig kæmi þín manneskja út?

 Alveg óþolandi hvernig mörg mál hafi fengið að hanga í vitleysu án þess að  íslenskir fjölmiðlar hafi kannað það

King (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:08

2 identicon

Haltu bara áfram að mála á hvolfi.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bergur, nákvæmlega eins og ég heyrði samtalið...en ég sá ekki seðlabankastjórann, enda ekki mikill missir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband