Umskurður skal það vera, að ég held

Bíddu! Heitir þetta ekki umskurður? Umskurn finnst mér orðskrípi. Veit einhver betur?
mbl.is Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Þetta er sitt hvort orðið - annars vegar kk orðið umskurður og hins vegar kvk orðið umskurn. Um merkingarfræðilegan mun veit ég ekki en það er hefð fyrir því að nota kvk orðið umskurn um þessa aðgerð, það hefði þó átt að gæta samræmis í fyrirsögn og texta.

Marilyn, 26.3.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Marilyn

Vúps - sé að það hefur verið gert. Fannst fyrst eins og það stæði "með umskurð á heilanum".

Marilyn, 26.3.2009 kl. 18:24

3 identicon

„Móse gaf yður umskurnina _ hún er að vísu ekki frá Móse, heldur feðrunum _ og þér umskerið mann jafnvel á hvíldardegi. “ 2 Móse bók 4:26 tilvitnanir úr Biblíunni um umskurn kom 19 sinnum upp í biblíuforritinu hjá hvar.is

hordur h (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:49

4 identicon

Það eru góðar fréttir að karlmenn sem séu umskornir séu í 25% minni líkum að fá krabbamein í leggöng það er nú mikill vandi í samfélaginu í dag.

Björn Natan (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:10

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir greinargóðar upplýsingar kæru vinir. Ég hef alltaf notað þetta í kk. og finnst það einhvern veginn eðlilegra. En sem sagt takk.

Bergur Thorberg, 26.3.2009 kl. 20:01

6 identicon

Björn Natan þú ert að misskilja setninguna í greininni:

"Niðurstaða rannsóknarinnar, sem unnin var á vegum Johns Hopkins háskólans, var sú að 25% minni líkur eru á því að pör, þar sem karlinn er umskorinn, smitist af herpes, kynfæravörtum og krabbameini í leggöngum."

Þarna er verið að tala um PÖR en ekki bara karlanna og þess vegna talað um leggöng líka.

Iris (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:30

7 identicon

Þetta er allt bull upp til hópa: Pör smitast ekki ef þau halda ekki framhjá hvort öðru og kemur umskurði ekkert við! Auðvitað getur annar aðilinn eða báðir verið smitaðir fyrir kynni og þá er smitun sjálfsögð.  Amerískar kellingar halda að það sé í tísku að umskera drengi, af því að gyðingavinirnir eru umskornir, en þær hafa ekki hugmynd um hversvegna þeir eru UMSKORNIR!

Það er nú bara þannig !

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband