Oh my god

Það er nú ekkert nýtt að Jón Bjarnason sé á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir Evrópusinna verður Jón náttúrulega alltaf flöskuháls sem verður að fara í gegnum þegar og ef viðræður hefjast um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Maðurinn er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fer með þau mál sem verða líklega helstu ágreiningsmálin þegar að samningarborðinu kemur. Maður sem vill ekki einu sinni kanna hvað er uppi á borðinu og vill ekki einu sinni skoða kosti og galla þess að sækja um aðild. Hráskinnaleikurinn í íslenskri pólitík er sá sami og síðustu áratugi og ekkert hefur breyst. Maður veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Hvernig haldið þið að knattspyrnuliði myndi ganga þar sem bakvörður liðsins sæti um það í hvert sinn er hann fengi boltann að setja hann í eigið mark? Oh my god.
mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Bergur það verður kómískt að sjá Jón í forystu um þessa málaflokka í viðræðunum. Það verður eins og sjá minkinn tala máli hænsnanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hvað er hann aftur með mörg atkvæði á bakvið sig, þessi Jón?

Þorri Almennings Forni Loftski, 26.7.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband