Ráðherrar spila sig sveitta í skvassi meðan landið brennur og börnin gráta

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig þetta er hægt? Eru þetta peningar sem Jón Ásgeir og spúsa hans hafa fengið í hendur eða eru þetta kröfur sem safnast hafa upp á húsið? Þetta mjög svo ódýra hús í byggingu, byggt af verkamönnum sem þáðu lítið sem ekkert kaup fyrir vinnu sína. Ja tímarnir breytast og mennirnir með. Almúginn horfir galopnum augum á aðgerðir fjármálamógúlanna og eldhús og kaffistofuræðunum fjölgar en flestir láta sér þó fátt um finnast. Þessir menn virðast vita hvað þeir eru að gera. Á hvaða forsendum er hægt að yfirveðsetja svona eignir? Er þetta bara einn pússlubiti í risastóru pússluspili vel tengdra ´"fjármálasnillinga", sem eru ekki bara vel tengdir innbyrðis, heldur beint inn í bankana (sem þeir fengu reyndar gefins) og líka beint inn í stjórnkerfi þessa lands? Það er eins og stjórnvöldum hafi verið gefin svefnlyf reglulega þ.e.a.s. ef menn voru ekki á ferð og flugi út um allan heim sem skrautfjaðrir í nýjum landvinningum útrásarvíkinganna. Allt í boði hússins, þó síðar hafi komið í ljós að allt var þetta í boði íslensku þjóðarinnar og landvinningar voru öngvir. Íslenska þjóðin hlýtur að fara að rísa upp. Hún hefur engu að tapa. Við horfum upp á lömuð stjórnvöld í gæsluvarðhaldi og sukkið heldur áfram. Ráðherrar sumir hverjir flýja úr landi og spila sig sveitta í skvassi meðan landið brennur og börnin gráta. Og sumir þeirra fyllast fideonkrafti við að beina "atvinnulausum aumingjum" og öryrkjum þessa lands á beinu brautina sem liggur beint til þjónkunarveldis ráðamanna og fjármálamógúla. Einhver verður að borga brúsann. Og ekki verður séð að auðmenn eða spillingarembættismenn þessarar þjóðar geti borgað þann brúsa, ef marka má nýjustu tölur frá tollheimtumanni þessa velferðarríkis, sem við lifum í.
mbl.is Alþýðuhúsið yfirveðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

lifi byltingin

Hólmdís Hjartardóttir, 31.7.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta var erlent lán sem hefur líklega tvöfaldast í verði síðan það var tekið.  Þess vegna er eignin yfirveðsett.  Það hefur lítið með núverandi stjórnvöld að gera.

Skvass er íþrótt sem snýst m.a. þol, einbeitni og hraða auk þess sem það er gott að hreinsa hugan öðru hverju.

Þú mátt ekki gleyma því að sú aðferð var farin hér á landi 2001 fram að bankahruni að stýrivextir voru beinlínis notaðir í þeim tilgangi að styrkja krónuna til að auka kaupmátt með erlendu lánsfé.  Íslendingar voru spurðir tvisvar í kosningum hvort þessa leið ætti að fara og tvisvar sögðu samþykktu þeir með því að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, '99 og '03.  100% Húsnæðislán sem þessir flokkar innleiddu voru hins vegar verst því í skýrslu um þau segir m.a. að Íslendingar verði almennt skuldsettari, fátækari og hagkerfið brothættara.  Fyrir utan þá stóð í skýrslunni að einu einstaklingarnir sem myndu hugsanlega græða yrðu þeir sem ættu þegar stórar skuldlausar eignir.  100% leiðin var því ekki fyrri eignalítla einstakilnga heldur auðmenn.

Stóriðjustefnan fræga sem átti að gera okkur öll rík á kostnað umhverfisins kallaði einnig á miklar erlendar skuldsetingar einstaklinga.  Því með háum stýrivöxtum sem henni fylgdi varð krónan sterkari sem leiddi af sér mikinn halla af viðskiptajöfnuði og gríðarlega erlenda skuldasöfnun.

Afleiðingar gríðarlegrar skuldasöfnunar erlendis og mikils eignabruna er fyrirsjáanleg.  Lægri kaupmáttur, verri lífskjör, atvinnuleysi og meiri fátækt.  Þegar ég lít til baka þá er ég á þeirri skoðun að 2003 hafi Íslendingar ákveðið að láta sér líða vel á kostnað framtíðarinnar.

Sú staðreynd er ekki núverandi stjórnvöldum að kenna.  Þau eru að leggja sig fram við að leysa þennan vanda.  Hann er stærri en svo að það sé hægt á nokkrum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum.

Ég sagði í grein í Morgunblaðinu 2006 að þeir sem síst skyldu myndu borga brúsann.  Ég fann ekki fyrir því að fólk hefði nokkurn áhuga á að fara í aðgerðir þá til að koma í veg fyrir það.

Lúðvík Júlíusson, 31.7.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Landfari

Það er nú ekki hægt að skilja fréttina öðruvísi en að skilanefndin sé að tryggja Landsbankann vegna lána sem það veitti Jóni vegna kaupa á luxusíbúðinni í New York. Þetta er ekki nema mánaðargamalt tryggingabréf þannig að ekki er um það að ræða að erlend skuld hafi vaxið húsinu yfir höfuð í gengisfallinu.

Landfari, 31.7.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband