Spilling? Svör óskast

Þetta þykir mér athyglisvert ef satt er: Nær fimmtungur (20%) afgreiddra miða á sýningar Þjóðleikhússins (Miklu betra nafn væri Þjóðarleikhúsið ef það stæði undir nafni) eru boðsmiðar! Hverjum er alltaf boðið í leikhúsið? Ég bara spyr? Enn ein spillingin? Svör óskast.
mbl.is Gerir athugasemdir við umsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli það sé ekki útrásarvíkingunum eða m.ö.o. fjárglæfraelítunni ásamt þeirri pólitísku. Það er tæpast verið að bjóða þeim sem hafa hvort eð er ekki efni á því að borga sig í leikhús

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Aldrei hef ég fengið boðsmiða í leikhús, enda er ég bara meðalJóna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Örugglega "the money people".

Bergur Thorberg, 27.8.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Það eru svo margir gagnrýnendur, aðstandendur, frændgarður þeirra fjölmörgu er koma að stórfenglegum uppsetningum hinna vinsælu söngleikja, velunnarar og styrktaraðilar. Þetta er jákvætt merki um hinn gríðarlega og víðtæka menningaráhuga og listneyslu Íslendinga. Og þessar tölur sýna og staðfesta almenna velvild til menningastofnanna og sértaklega þá steynsteypukassakastala, virkin er hýsa blómstrandi listsköpun á meðal Íslendinga. Ofan á það má bæta við almenna aðdáun á listamönnum hérlendis sem eru svo sniðugir að koma sér hjá að stunda almennilega vinnu þótt það sé tímafrekt að sníkja alla þessa styrki. Eða er það ekki?

Hitt er svo annað mál að ef fólk heldur að þú sért ríkur færðu margt ókeypis. Þú drukknar í boðsmiðum því það borgar sig að vera góður við þig.

Alveg dæmigerð neikvæðni Páls Baldvins að agnúast út í þetta. Kolla myndi útskýra fúlheit hans sem öfund, eða er hann ekki með frímiða sem menningarstjóri Fréttablaðursins?

Þorri Almennings Forni Loftski, 29.8.2009 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband