Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega orðið?

Það er enn hættulegt að vera til sjós og ennfremur langar fjarvistir frá heimilum sem fylgja sjómennsku. Ef hrófla á við sjómannaafslættinum á LÍÚ að borga brúsann. Þeir sem fengu kvótann gefins frá þjóðinni geta vel gert það. Milljarðar hafa verið teknar út úr útgerðarfyrirtækjum og þeir settir í alls óskyldar atvinnugreinar. Fullt af peningum hafa horfið nánast sporlaust út úr greininni... kvóti erfist....óveiddur fiskur í sjónum veðsettur...kvóti er leigður á okurprís til fátækra sjómanna(leiguliða) og framtíðarvonir harðduglegra íslenskra sjómanna margra hverra, hafa verið gerðar að engu. Sjómannaafslátt á ekki að afnema með einu pennastriki... til þess er málið of flókið. Það má líka benda á alla dagpeningana sem ríkisstarfsmenn fá greidda á ferðalögum, þrátt fyrir að allur kostnaður sé greiddur. Hvað með það herra fjármálaráðherra? Og hver ætlar að bera ábyrgð á að kvótinn var settur í hendur útvaldra og bankarnir líka? Það blasir við hverjar afleiðingarnar urðu af þeim stjórnvaldsaðgerðum. Og svo eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir hundeltir og klipið af þeim eins og ekkert sé sjálfsagðara? Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega orðið? Getur vinstri grænn fjármálaráðherra af landsbyggðinni, sem þekkir vel til búskapar, svarað því?
mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagpeningar ríkisstarfsmanna og fleirri, eru ekki hlunnindi heldur greiðslur til að  standa straum af kostnaði þeirra við ferðlög á vegum vinnuveitanda. Ég er ekki viss um að margir starfsmenn ríkisins væru tilbúnir í að láta senda sig í alls konar erindagjörðum fjarri fjölskyldu og vinum ef þeir þyrftu að leggja sjálfir út fyrir hótel- og öðrum ferðakostnaði (Gott að fá hótelherbergi fyrir minna en 20 þús í útlöndum í dag). Kerfið sem er notað er tvenns konar. Annars vegar þá fá starfsmenn ákveðna upphæð sem þeir verja sjálfir, eða að þeir koma með alla reikninga til fyrirtækisins (hótel, leigubílar, veitingastaðir (menn borða ekki heima hjá sér í útlöndum), o.s.frv.). Fyrirtækjum hefur almennt þótt betra að borga starfsmönnunum fast, en þurfa að bóka endalausa reikninga og nótur eftir hverja ferð. Á móti kemur þá er sjómönnum útvegað þá þeir eru fjarri heimili og fjölskyldu, iðulega fríu húsnæði og fæði. Sérstakur sjómannaafsláttur hefur hins vegar ekkert með þennan samanburð að gera. Er einfaldlega niðurgreiðsla ríkisins á launakostnaði útgerðarinnar.

Auðvitað þekkist á sumum spilltum stofnunum að menn fái bæði dag (og nætur)peninga þó að borgað sé fyrir hótelið, en það er ekkert annað en spilling, og á réttilega að afnema. En á svo böl að bæta að benda á annað verra? Sjómannaafslátturinn er óréttlætanlegur eftir sem áður.

Haukur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:30

2 identicon

Er sjómennska eina starfið sem þarf svona afslátt? Er það hættulegasta starf í heimi, mun hættulegra en öll önnur störf? Sjómenn verða bara að semja um sín laun við sín félög og vinnuveitendur. Mér skilst að þetta sé bara nokkuð vel borgað svo engir sjómenn ættu að þurfa að lýða skort.

Reyndar finnst mér að sjómenn ættu að fagna því að þeir taki þátt uppbyggingu landsins með þessum hætti. Borgi jafna skatta á við okkur hin.

Andri (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á þá ekki líka að hreinsa til hjá ríkinu, úr því að nú er lag. Afnema dagpeninga þar sem allur kostnaður er hvort eð er greiddur, allskonar styrki og uppbætur til dreifbýlisþingmanna svo þeir geti haldið tvö heimili?

Sjómannaafslátturinn var launaniðurgreiðsla til útvegsmanna, verði hann afnumin með lögum þá þurfa sömu lög að skylda útgerðina að greiða ígildi hans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 14:43

4 identicon

Það er hérna smá villa hjá þér Haukur. Sjómenn borga fæðið sitt sjálfir. Og fyrir mokkrum misserum þá mega útgerðarmenn taka x prósentu af launum skipverja sinna ef þeir eru á nýjum skipum (nýtt skip telst undir 7 ára). Einnig borgum við hluta af olíukostnaði skipsins. Svo að í raun að þeir sem eru á nýjum skipum (þau eru mörg) borga "ferðakostnað", "mat" og "gistingu".

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband