Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hérinn og broddgölturinn

Þar sem akur hefur horfið, skal maður aka varlega. Góðan bata.
mbl.is Árekstur við Akurhvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör jólasveinn

Þetta er líklega eini alvöru jólasveinninn. Og ekki kemur hann af fjöllum með þessa vitneskju sína. Það eru engin fjöll í Danmörku. Hann heldur kannski bara að jólasveinarnir séu dulbúnir Íslendingar að reyna að koma sér fyrir í Danmörku. Algjör jólasveinn.
mbl.is Vill banna jólasveina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má bjóða þér til betri stofu?

Ágæt spaugstofa í kvöld. Örn Árnason, Húsasmiðjan og Blómaval opna þáttinn með auglýsingu um spýtur og rósir, sem munu halda íslenskum fjölskyldum og þeirra híbýlum saman um ókominn tíma, og loka honum svo, á sama hátt. Það er að segja, Spaugstofuþættinum. Og tómt grín á milli. Hvað er rómantískara fyrir íslenskar konur, en maður, nýkominn úr Húsasmiðjunni, talandi eins og sporjárn, hefill og lítil skrúfa, með blóm í annari og spýtu í hinni? Og konan á von á tómu gríni? Allt eins gæti það orðið :Fallin spýta og fölnaðar rósir? Ég vil taka það skýrt fram, að þegar slokknar á peru hjá mér og ég reyni að skipta um hana, þá hef ég aldrei komist af með minna en tvo rafirkja, til að ganga frá eftir mig, en þegar ég hef haft þrjá, þá hefur þetta nú ekki tekið langan tíma. Rétt í þessu barst mér tilkynning frá Ríkisfjölmiðlinum: Vegna yfirstandandi rannsóknar, á vissum tengslum, milli Ríkisútvarpsins (RÚV), og ýmissa fyrirtækja og stofnana, hérlendis og víðar, fellur Spaugstofan niður næsta laugardagskvöld. En benda má á, í þessu sambandi, að fullt af íslensku hugviti er í farvatninu og sumt af því, meira að segja, farið af koppnum. Má þar fyrstan nefna þáttinn, Haugstofan. Þar er varpað ljósi á ýmsa skíthauga, sem ekki þekkjast alltaf af lykt, en ber að varast. Svo ekki sé minnst á þáttinn "Saugstofan, sem fjallar um yfirskilvitlega reynslu ungs Íslendings, sem lenti í því, að allt hvarf úr stofunni, á hans eigin heimili. Svo er náttúrulega Laugstofan á sínum stað og ætti enginn að missa af henni. Og Flaugstofan, þar sem allir koma sér fyrir á fallegu skýi....... og fjúka svo burt með næstu lægð. Ekki missa af henni. Baugstofan verður svo á sínum stað og Árvakir Íslendingar munu fylgjast vel með henni, ef ég þekki þá rétt. Taugstofan hefur svo starfsemi sína á nýju ári. En sú þáttaröð hefur slegið öll met vestanhafs. Ekki á ég von á öðru en sama verði upp á teningnum hér á Íslandi.


Málið dautt

Nýir tímar, tala við gamla tíma. Hinn gamli Glitnir, hefur, öllum að óvörum, breyst í hinn Nýja Glitni. Nú renna upp nýjir tímar og Nýjir Glitnar, sem , treysta ekki á það, að lána sauðsvörtum almúga, sem á ekki bót fyrir rassgatið á sér, þó hann hafi alltaf staðið í skilum. Við Gamla Glitni. Bankastjóri, hins Nýja Glitnins, virðist ekki vita, hvað er nýtt, og hvað er gamalt. Til þess eru krónurnar allt of margar, sem (hann) ,hún fær í kassann...  sinn. Allt of margar. Það er niðurlægjandi að koma í Bankann þinn og biðja um yfirdrátt upp á hundraðþúsundkall. Ef þú átt að láta taka mark á þér...... biddu þá um.... þúsund  milljarða....og málið dautt.
mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldu núna

Nú skýtur við skökku, í hina íslensku Hollywoodkvikmyndatilraunaþjóð. Hvenær kemur að því að við, Íslendingar, veljum nýjan fjármálaráðherra? Og Seðlabankastjóra? Ætli við verðum ekki dauð, þegar greiðist eitthvað úr þeim málum? Það sem einu sinni átti að heita lýðræði (eins og Hr. Benzen vinur minn sagði), hefur breyst í glapræði. Ýttu á einn, ef þú velur lýðræði, ýttu á tvo ef þú velur glapræði, Ef ekkert er valið, verður þér gefið samband við skiptiborð og þá er nú aldrei að vita, nema greiðist úr málunum. Veldu núna.
mbl.is Obama velur fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, ÍSLAND!!!! Heyrirðu ekki að ég er að tala við þig? Ha?

Þetta kemur ekkert á óvart. Maðurinn er snillingur...... og svo er hann svo vel giftur.... Steinunn Ólína Þ. og Stefán K. Stefánsson... Eru snillingar...... hvort á sínu sviði. Og jafnvel stundum..... á sameiginlegu sviði. Við, aðrir Íslendingar, erum líka snillingar, ef við leiðum það framhjá okkur, þegar Ólína og Karl eru að rífast. Ég tala nú ekki um sparnaðinn. Þúsund og eitthvað, fyrir eitt tölublað af <séð og Heyrt, sem ætti í raun og veru að heita : BLIND and  BURIED. Finito. Insula Islandica. That's the place.... and the point. En..... einhvernveginn...staldrarapunktur... fyrir Íslendinga... sem eru á báðum áttum.... ég sem hélt að þær væru minnst  fjórar. Minnst. Kannski kem ég bara úr öllum áttum? Hvað veit ég? Hvað eru margir vitar á Íslandi???  Áttavitar. Hálfvitinn þinn.
mbl.is Stefán Karl vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letileg barátta

Mér er það ljóst, að lífið gengur

letilega fram um veg.

Samt er ljóst, að lífsins drengur.

lifir...Það er ég.

(Bergur Thorberg. 1973)


Eins og tvöfaldur brennivín.... á klaka

Nú verður IMF að fá að láni hjá Jappa vini sínum, til þess að geta lánað Íslandi, og Jappi fær lán hjá Finni vini sínum og Jóni Jónssyni, og þú færð lán hjá Jappa, eins og ekkert hafi í skorist. Einfalt mál. En samt...... óþarflega flókið. Fyrir almenning. Á landinu góða. Ísum þakið. Eins og tvöfaldur brennivín, á klaka.
mbl.is Botni kreppunnar ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir og Ég

Vegna sögusagna um, að verkið mitt: ANDA INN-- ANDA ÚT,  "íslenska krónan í görgæslu", sem er nú til sýnis í Kringlunni, hafi orðið til, vegna óeðlilegra sambanda minna við Myndlistarbanka Íslands,vil ég taka fram, að þær eru ekki á rökum reistar. Í fyrsta lagi, hef ég aldrei, utan einu sinni, þegið styrk frá íslenska ríkinu, og sá styrkur var tilkominn vegna þess, að ég hitti einu sinni í den, heiðursmann á bar, sem hét Kristinn Hallsson, ekki barinn, heldur maðurinn. Styrk þennan frá menntamálaráðuneyti Íslands, en þar vann Kristinn þá, fékk ég í þann mund sem för minni var heitið til Portúgals, og hugðist ég eyða tíma mínum þar, til að mála eða gera eitthvað annað, í mjög svo hæfilegri fjarlægð frá Íslandi. Daginn áður en ég lagði í'ann, mætti mér umslag merkt "Menntamálaráðuneytiið", á gólfinu fyrir framan póstkassann. Inni í því var ávísun að upphæð : 30.000.00. Fyririgefiði, Þrjátíu þúsund íslenskar krónur, í den. Núllin rugla okkur svo mikið í dag. Sérstaklega ef þeim er bætt aftan við. Bingó. Ég hafði fengið styrk úr Félagsheimilasjóði Menntamálaráðuneytis Íslands, til að fara út á land, til að sýna verk mín í Félagsheimilum á landsbyggðinni. En þar sem að ég var á förum frá landinu, nýttist þetta mér vel, fátækum, en ekki Félagsheimilum  og þaðan af síður landsbyggðinni.  Þannig að ég játa það, að hafa notað, hina "þrjátíu silfurpeninga", í öðrum tilgangi, en til var ætlast, af Ríkisvaldinu.  En krónuverkið mitt í Kringlunni núna, Anda inn-- Anda út, er bara 0.000067 % af þeirri "myndlist", sem er í boði á Íslandi í dag, Þannig að, ekki kenna mér um það, þó að hún sé ekki í lagi.  Kannski væri  betra, að núllin, væru fyrir framan, en ekki fyrir aftan.
mbl.is Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum verkin tala

Íslendingar halda áfram að láta kúga sig. Það er eins og þrælslundin sé föst í blóðrásinni. Það er löng hefð fyrir orðinu á Íslandi og kjaft getum við rifið, en nú er kominn tími aðgerða. Berum þetta sofandi og spillta fólk út úr fílabeinsturnum sínum og byrjum upp á nýtt. Það er ekki hægt að sama fólkið eigi að endurreisa Ísland og kom því í þá stöðu, sem það er í dag. Látum núna verkin tala. Einu sinni.
mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband