Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Staurblinda

Er maðurinn staurblindur? Eða settu Borgarstarfsmenn staurinn á vitlausan stað? Ég hallast að staurblindu.
mbl.is Umferðarslys á Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef veður leyfir

Fyrsti vinningur gekk ekki út. Enda rigning og hann er ekki mikið fyrir hana. Hann sneri sér á hina hliðina í bankahvelfingunni og verður orðinn bústinn og sællegur um næstu helgi. Þá gengur hann kannski út, ef veður leyfir.
mbl.is Fyrsti vinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Reykjavíkurmót?

Hvar voru öll Reykjavíkurliðin fyrir utan Fram? Hvernig er hægt að kalla þetta Reykjavíkurmót þegar HK vinnur mótið, Akureyri í þriðja sæti og Stjarnan frá Garðabæ í fjórða? Ég botna ekkert í þessu. Það getur kannski einver frætt mig meira um þetta?
mbl.is Fram varð Reykjavíkurmeistari karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst eru það kvenfélögin

Verða ekki nærbuxur strákanna boðnar upp í einhverju kvenfélaginu? Algjört sökksess. Pottþétt. En gott framlag hjá Jóhönnu Kristjóns. Til hamingju með það.
mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fer í Landsvirkjun?

Hver fær þetta feita en vandasama embætti? Verður það einhver stjórnmálamaðurinn, eina ferðina enn? Verður það Árni Matthisen? Verður það Björn Bjarnason? Verður það Davíð Oddsson? Verður það Jón Sigurðsson? Og þá hvor þeirra? Hvað haldið þið? Kannski bara Árni Johnssen eða Pétur Blöndal? Hvað veit ég?
mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjóllinn er heldur lítill á mig

Ég dreif mig þarna uppeftir og keypti bara allt draslið. Ég er mjög mikið fyrir drasl fræga fólksins. Það er svo góð lykt að því. Svo hlakka ég til að fara í kjólinn hennar Bjarkar og treyjuna hans Óla utan yfir. Nei nei bara djók. Ég fór á góða sýningu bloggvinkvenna minna í Ráðhúsinu. Það var gaman. Og gefandi. Þið verðið að drífa ykkur og sjá hana. Koma svo.
mbl.is Líf og fjör á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerið þið gott úr þessu....Lýsingarmenn

Ekki þekki ég málið í þaula. Virðist þó vera smámál miðað við önnur má í samtímanum. Þetta er ekki góð auglýsing fyrir Lýsingu. Held nú að þeir hefðu átt að gefa manninum séns í ljósi aðstæðna hans. Vextir af lánum hjá Lýsingu eru víst ansi háir og sumir tala um okurlán. Lýsingarmenn: Skiliði tækjunum aftur til mannsins og geriði gott úr öllu saman. Þið vinnið á því í lengdina. Sanniði til.
mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri séns

Á ný innfluttum Benz

er betri séns

að koma stelpunum á skrens.


mbl.is Unnu Benz hlaðinn milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg afsökun

Það er alltaf stutt í afsakanirnar hjá Alex Ferguson. "Það var ansi heitt til að spila fótbolta"!!!!! Ekkert heitara fyrir leikmenn Man U en leikmenn Zenit St. Pétursborg. Ekki er nú hitanum fyrir að fara í Pétursborg að öllu jöfnu. Zenitmenn virðast einfaldlega hafa verið miklu betri. Einfalt mál fyrir alla nema Alex Ferguson. Eins og venjulega.
mbl.is Ferguson: Zenit öflugt í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverja bankamenn þagnareið?

Er það til í dæminu að bankastarfsmenn séu að skoða reikninga viðskiptamanna án leyfis? Er ekkert eftirlit með þessu? Er ekki hægt að sjá hverjir eru að skoða hvað og til hvers? Annars held ég að bankarnir hnýsist mjög mikið í það, hvernig fólk er að eyða peningum sínum og geti þá tekið ákvarðanir út frá því. Sverja bankamenn þagnareið? Ef þeir gera það, er hann þá einhvers virði? Ef þetta er rétt sem stendur í fréttinni erum við í vondum málum. Það verður allavega að taka á máli þessa gluggagægis strax. Hann á ekki heima í banka
mbl.is Skoðar bankareikning án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband