Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Löngu búið að ákveða

Auðvitað verður þetta unnið hratt og örugglega, eins og stjórnarformaðurinn segir, enda löngu búið að ákveða, hver fær stöðuna. Nóg er nú af blekkingum í íslensku þjóðfélagi, þó þessi bætist ekki við.
mbl.is 54 vilja stýra Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séra Herbert

Séra Herbert stendur í ströngu þessa dagana. Stendur í ströngu í Hæsta rétti að verja sitt mál gagnvart nágrönnum sínum. (Elska skaltu náunga þinn). Ég stend nú með honum í því máli. Og nú er kirjan orðinn vettvangur Herberts. Enginn Búddismi þar. Hreint ekki. Svo er nú að koma ný plata á markaðinn frá Séra Herbert og öll umfjöllun hjálpar til, en Hebbi er mikill sölumaður, eins og menn vita. Gakktu á Drottins vegum Hebbi minn.
mbl.is Herbert predikar í Keflavíkurkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geymdur í gamla fangelsinu

Þetta er náttúrulega stærsta bankarán Íslandssögunnar, eins og einhver sagði. En við getum huggað okkur við það einn af forsprökkum ránsins er kominn bak við lás og slá. Hann er geymdur í gamla fangelsinu: Stjórnarráðinu. Og hans er vel gætt af fjölmiðlamönnum, sem er bestu fangaverðir sem völ er á. Það sleppur enginn auðveldlega framhjá þeim. Hreint ekki.
mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilbage igen

Velkommet tilbage være Zimsen-huset. Har det ikke været en dejlig ferie? Ude í naturen? Nu er det rock'nroll igen. Pas på dig selv. Ha det så godt.
mbl.is Zimsen-húsið komið í Grófina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerískur tvískinungur

Amerískur tvískinungur í hnotskurn. Tvöfalt siðferði. Skinheilagleiki. Punktum basta.
mbl.is Þrýst á Bristol að gifta sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullur skilningur á ægivaldi Davíðs

Menn hlýða auðvitað Davíð Oddsyni eins og þeir hafa alltaf gert. Annars eru dagar þeirra taldir í pólitík. Það þarf að fara fram alvarleg skoðun á því ótrúlega valdi sem sá maður hefur haft og virðist enn hafa í íslenskri pólitík.
mbl.is Þingflokkur Sjálfstæðisflokks styður aðgerðirnar fullkomlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sakna Ingibjargar

Ég óska utanríkisráðherra góðs bata og alls góðs í framtíðinni. Megi hún sem fyrst koma hraust og kát til starfa. Maður saknar hennar núna í þessu firnafári sem gengur yfir íslensku þjóðina.
mbl.is Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkaflakkarinn niðurlægður

Það eru ennþá til einhverjir flokkar sem Kristinn hefur ekki verið í, svo nú er bara fyrir hann að að taka úllendúllendoff á því, hvaða flokk hann velur sér næst. Það virðist ekki skipta hann mjög miklu máli í hvaða flokki hann er. Hitt er svo annað mál hvar hann fær inngöngu. Það er ekki víst að allir kæri sig um þennan flokkaflakkara í sínum röðum.
mbl.is Kristinn undrast ákvörðun formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjaþurfalingatorfkofaundirlægjumenningin og "hrifsa til sín" menningin

Þarna er ég sammála Guðjóni A Kristjánssyni að hluta til, þ.e.a.s. um það, að stjórnendur bankans hefðu auðvitað átt að taka pokann sinn. En Dabbi hefur ekki verið búinn að sjá þetta alla leið, nóg að koma höggi á vissa ónefnda aðila, í bili. Alla vega var ríkisstjórn Íslands hvergi sjáanleg í þessum gjörningi. Dabbi er ennþá kóngur. Svona vilja Íslendingar hafa það. Alltaf sama aumingjaþurfalingatorfkofamenningin.


mbl.is Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrærigrautafjárfestarnir

Þetta er nú meiri hrærigrauturinn, þessi listi, yfir eigendur Stoða hf. Og ekki veit almenningur hvaða einstaklingar standa á bak við öll þessi "spútnikfyrirtæki", þó við getum að sjálfsögðu leitað okkur upplýsinga um það. Þá er hann nú hollari hrærigrauturinn sem maður skellir í sig á morgnana. Ég segi nú ekki annað.
mbl.is Stoðir óska eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband