Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hungraðir Reykvíkingar ódýrt út á land....í boði hússins

Bíddu! Af hverju lækkar verðið svona mikið? Var bensínið að lækka? Neiiiiiii..... Voru vegirnir að batna?  Neiiiiiii.... Eru bílstjórarnir útlendir og á skítakaupi?.....ma bara skilur ekki neitt.  Á Kristján Möller sjálfur Bíla og Fólk? Eða einhver tengdur honum?  En mikið er nú gott að einhver hafi sérleyfi til að vera úti að aka.... norður og niður... austur og vestur.... og jafnvel alla leið til Siglufjarðar. Gegn gjaldi. 50% lækkun á margföldun. Er margföldunarfargjaldataflan hrunin líka? Nóg er víst af fólki sem hyggst flytja. Þess vegna eigum við Íslendingar Samgönguráðherra. Svo allt gangi nú smurt fyrir sig. Á sem ódýrastan hátt. Innanlands sem utan. Meira að segja seldi Samgönguráðherra fyrsta miðann, af því að hann hafði sjálfur engan áhuga á að flytja sig um set. Enda sveitamaður af gamla skólanum. Nágranni Jóns Bjarnasonar, ráðherra til sjávar og sveita,... frá ofanverðri nítjándu öld. Snemma fóru þeir saman í göngur og sópuðu saman ógrynni fjár. Og gera enn. Einhver verður að sjá um almúgann. Ekki sér hann um sig sjálfur. Eins og margreynt er. Eða þannig.
mbl.is 50% lækkun á fargjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... áður en kúkurinn kemur

Sá sem hefur einhverntíma.... andað að sér prumpi í eilífðinni... er hann ekki dauður.... að eilífu? Nema kannski að hann hafi andað með nefinu?
mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattman@fatman.is

Skattman@fatman.is....... í Kastljósi...... núna.
mbl.is Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höskuldur Framsóknarmaður bullar

Upp hefur komist um enn eitt bullið í Framsóknarmönnum. Höskuldur Þórhallsson þingmaður þeirra hafði uppi stór orð um það í gær að Norðmenn væru tilbúnir að lána Íslendingum allt að 2000 milljörðum íslenskra króna. Eina sem stæði á væri það að íslensk stjórnvöld færu fram á það. Nú hefur komið fram að þetta er argasta bull í Höskuldi og honum til skammar á allan hátt. Vonandi bera fjölmiðlamenn gæfu til að spyrja Höskuld út í þetta rugl hans og það strax í dag.
mbl.is Vilja ekki lána Íslandi stórfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Passað upp á grislingana

Þetta er bara orðið eins og í einræðisríkjum og bananalýðveldum. Lögreglan girðir af Alþingishúsið? Við hverju búast menn? Hústöku? Svo er okkur talin trú um að við lifum í lýðfrjálsu landi! Þetta minnir orðið meir og meir á lögregluríki. Guð hjálpi stjórnvöldum þegar alþýðan fer að svelta fyrir alvöru. Ég segi ekki meir.
mbl.is Viðbúnaður vegna þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband