Verðskuldað

Eiður Smári hefði örugglega passað vel á miðjuna hjá Tottenham í kvöld en miðjuspil liðsins var arfaslakt , sérstaklega í fyrri hálfleik. Allt of mikið var um háa bolta yfir miðjuna, flestum beint að Crouch en svona leikur hefur loðað við liðið undanfarið.... hálfgerður "Drillo" bolti. Seinni hálfleikur var mun betri og sigur vannst. Verðskuldaður.
mbl.is Defoe með þrennu og batt endi á ævintýri Leeds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að Eiður muni gera það sem þarf og tryggja Tottenham 4 sætið á kostnað hugmyndalausra Liverpoolmann.  Það er allt til staðar hjá liðinu, held að þeir hafi til að mynda betri hóp en Arsenal, þótt að karl faðir minn mundi gera mig arflausan ef hann sæi þessi ummæli. 

 En það er furðulegt með hann Keane.  Kominn, farinn, kominn aftur, farinn, hvert og hvers vegna. Meira að segja ég er ekki svona óstabíll.  En Tottenham er nú með mann sem helst ekki á leikmönnum og er með kaupæði á við Björgúlfsfeðga á slæmum degi.

Vertu heill Bergur.

Fyrrverandi Kreppumaður (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:18

2 identicon

jamm og fyrirgefður að það vantar orð og jafnvel heilar setningar inn í pistilinn, erfitt og latneskt lyklaborð.

affur ég (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband