Það sluppu ekki allir eins vel í Reykjavík í nótt eins og ég gerði forðum en ég bloggaði um það tveimur tímum áður en eyrað var bitið af.

Það kom mér ekki mjög á óvart  að heyra  um atburði næturinnar í miðbæ Reykjavíkur, afbitið eyra  og mikið blóð, það hef ég séð oft áður og lent í því sjálfur  að vera buffaður á Laugaveginum.Það  sem kom mér  á óvart var að tveimur tímum áður en þetta  skeði var ég  að blogga  um Laugaveginn og ofbeldið  sem fólk getur lent í  , í miðborg Reykjavíkur og tala þar af eigin reynslu. Viðurkennum það bara, það er eitthvað mikið að. Við verðum að setjast niður og ræða þessi mál og GERA svo eitthvað. Síðan gerist þessi hörmulegi atburður um hábjartan dag, í miðri Reykjavík, sem öll þjóðin veit nú af. Mín elskulega þjóð, tökum nú höndum saman og GERUM eitthvað. SAMAN.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband