Kona káfar á svertingja í Sundhöllinni

Fór með konu í Sundhöll Reykjavíkur í gær sem varla er í frásögur færandi, nema hvað, konan er ákaflega sjóndöpur. Ég letinginn synti ekki neitt en konan nokkrar ferðir. Þeir sem þekkja til Sundhallarinnar vita, að á bökkunum skiptast á svartar og hvítar flísar. Í lokaferðinni stefndi konan á svörtu flísarnar en fannst þær undarlega mjúkar viðkomu. Strauk hún þær upp og niður en komst fljótlega að því að þarna var manneskja á ferð, sem hvíldi við bakkann að loknu sundi. Reyndist það vera Afríkubúi sem brá auðvitað í brún en málið leystist fljótlega og var þá hlegið dátt. Þetta hefði auðvitað getað gerst í Afríku en þá með öfugum formerkjum. Er ekki lífið dásamlegt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband