Bergur Thorberg, afi minn

Í dag er dagurinn hans afa. Í dag hefði afi Bergur Thorberg orðið 113 ára hefði hann lifað. Ég byrja daginn með að fara í sund. Þar ætla ég að hugsa um hann afa minn. Hann varð bara 59 ára. Enginn veit sína............... Ég var bara tveggja ára þegar hann dó, samt lifir hann með mér. Afi, hann var sko góður kall. Hann hvílir í kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallakirkjugarðinum. Þangað er förinni heitið síðar í dag. Guð blessi minninguna um hann afa minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Til hamingju með afa þinn.

Fiðrildi, 30.9.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Gakk heill félagi.

Hlynur Jón Michelsen, 1.10.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband