Í bljúgri bæn

Ég beini þessum skrifum mínum beint til biskupsins yfir Íslandi. Ætlar þú, Herra biskup, að láta það óáreitt, að sú sómafjölskylda sem búið hefur í Laufási nyrðra til margra ára og bæði aukið hróður kirkjunnar til muna og gætt jarðarinnar með sóma, verði nú hrakin af jörðinni? Eru verk sómaklerksins og manneskjunnar Séra Péturs Þórarinssonar ekki meira metin af kirkjunni, nú þegar hann er allur? Í mínum huga var Séra Pétur holdgervingur kristinnar trúar, sem þrátt fyrir mikið mótlæti í lífinu, missti aldrei sjónar af Guði sínum og jós ótakmarkað og án skilyrða úr brunni gáfna og góðmennsku með brosið í glettnum augunum. Í bljúgri bæn bið ég þig Herra biskup, að afstýra þessu voðaverki. Þessi fjölskylda öll hefur átt við nóg mótlæti að stríða gegnum árin, svo þetta bætist ekki ofan á. Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Samningar eru samningar en nú er komið að þér Herra Karl Sigurbjörnsson : Afstýrðu þessu og heiðraðu með því minningu eins af dyggustu og margbrotnustu þjónum Guðs og manna sem stigið hefur á íslenska jörð.

Í bljúgri bæn.  Texti: Pétur Þórarinsson


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hjartanlega sammála þér vinurinn minn. Heyr, heyr!

Eva Benjamínsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:47

2 identicon

Ég vil biðja fólk að hætta að blanda nafni séra Péturs við þetta mál, þetta er honum algerlega óviðkomandi og ber að heiðra minningu hans.  Þetta er deila eða samningaviðræður milli Þórarins og krikjunnar.  Það virðist alveg gleymast í þessari umræðu að 4 sóknir hafa verð prestlausar í bráðum ár, þeim hefur verið þjónað af afleisingapresti sem ekki býr á staðnum.  Hvað á að halda þessum sóknum lengi í gíslinu? Því ekki er hægt að auglýsa eftir nýjum presti þar sem mikið óvissa er um Laufás.

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Sjálfur þekkti ég Pétur persónulega í hartnær 40 ár og veit hvað hann stóð fyrir í lífinu. Það er ekkert verið að blanda honum í þetta mál, hann og fjölskylda hans eru þetta mál annars vegar og kirkjan hins vegar.  Það er merkilegt að verða vitni að því sí og æ að stofnunin kirkjan verður sífellt veraldlegri í hugsun sinni og stjórnsýslu allri og kærleikurinn sem allt á nú að byggjast á verður æ fjarlægari. Svei mér þá ef ekki bregður fyrir sífellt meiri hrærigraut af gömlum kreddum úr Gamlatestamentinu og peningahyggju samtímans. Hvað veist þú Hrafnhildur um tilurð þessa samnings og hvað veldur því að þú gerir lítið úr sveitungum Séra Péturs og hæðist að þeim? Átt þú einhverra persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli? Fyrirgefðu að ég spyr.

Bergur Thorberg, 9.2.2008 kl. 17:28

4 identicon

Sæll Bergur

Ég á enga persónulegra hagsmuna að gæta á Laufási en ég þekki til og fólk sem er mér mjög tengt býr þarna í sókninni.  Ég veit að þau eru mjög ósátt við þessa framgöngu sveitunga sinna og eru þau ekki þau einu sem eru það.  Ég veit ýmislegt um þetta mál sem ég ætla ekki að ræða hér.  Ég tel mig ekki vera að hæðast að fólkinu í Grýtubakkahreppi, get bara ekki séð hvað það ætti að vera.  En ég dreg stórlega í efa t.d. þennan undirskriftarlista sem var gengið með um sveitina af m.a. sveitarstjórnarmönnum.  Undir hvað var fólk að skrifa, hver var "hausinn" á listanum?  Það talar engin um það að þarna hefur ekki setið prestur í ár og enginn er á leiðinni þar sem ekki er hægt að auglýsa vegna deilna um staðinn.

Kv

Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband