Hræðilegar fréttir.

Þetta þykja mér hræðilegar fréttir. Konan mín er nýbúinn að ganga í gegnum geislameðferð og varla er til nógu stórt hrós til handa starfsfólkinu sem annaðist hana. Ef ekki er hægt að borga svona starfsfólki mannsæmandi laun, þá er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi okkar. Þessu ríka þjóðfélagi okkar. Ég hugsa með mikilli sorg til þeirra sem eiga fyrir höndum meðferð sem þeir eiga ekki kost á lengur vegna þess að það vantar örfáar krónur í kassann. Kannski er þeim bara spanderað í einhvern algeran óþarfa sem skiptir engu máli? Hér er um líf og dauða að tefla. Ráðamenn: Gerið eitthvað í málinu.
mbl.is Geislafræðingar hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Mínar bestu óskir um bata til konu þinnar Bergur!

Mér sýnist yfirstjórn LSH og ríkisstjórnin vera GERSAMLEGA sinnulaus og sofandi í þessari deilu. Ekki mitt mál segir heilbrigðisráðherra, ef hann er alveg að farast úr verkefnaleysi ætti hann að fá sér aðra vinnu. Þetta verður að leysast innan daga, ekki vikna.

Kristbergur O Pétursson, 30.4.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk kæri vin. Mér sýnist að veittur hafi verið mánaðarfrestur seinna í dag. Það þarf bara að koma þessum málum í lag til frambúðar.

Bergur Thorberg, 30.4.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta ástand virðist alltaf yfirvofandi, nú kom tímabundin lausn og er það vel í bili. Nóg er nú álagið á sjúklingunum. Algerlega óásættanlegt óvissuástandið. Það vill til að spúsa þín elskuleg er nagli, ég bið þig að knúsa hana vel frá mér með ósk um góðan bata. Gangi þér vel elsku Bergur kv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 2.5.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband