Mér fannst Chelsea vera betri aðilinn í kvöld

Um leið og ég óska Man U til hamingju með Evrópumeistaratitilinn vil ég þó taka skýrt fram, að mér fannst Chelsea vera betra í kvöld og átti mun beittari færi. ( Skot í stöng, skot í þverslá og mun fleiri skot á mark). En svona er fótboltinn. Og lífið heldur áfram. ( Ég er hvorki áhangandi Man U eða Chelsea)
mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Gæti ekki verið meira sammála þér.

Ólafur Björnsson, 21.5.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

United voru sterkari í fyrri hálfleik og Chelsea átti þann seinni. Chelsea átti fleiri skot á mark en United átti klárlega fleiri dauðafæri sem á eðlilegum degi hefðu legið inni. Jú jú þeir áttu stangar og sláarskot, en það er þessi gamla klisja, það er ekki til neitt sem heitir sanngirni í fótbolta.

Gísli Sigurðsson, 21.5.2008 kl. 22:11

3 identicon

Bara ein athugasemd. Chelsea átti ekki fleiri skot á mark heldur fleiri skot. Ef ég man rétt áttu þeir t.d. 11 skot í fyrri hálfleik en bara eitt á markið. Það eru fleiri skot en Man U en samt miklu færri á rammann enda voru þeir talsvert lakari aðilinn í fyrri hálfleik og flest skotin frekar ómerkileg.

En þeir mega eiga það að þeir voru miklu betri í seinni hálfleik og óheppnir að skora ekki meira.

Í rauninni ótrúlegt að bæði liðin skuli ekki hafa skorað 2 eða 3 mörk í venjulegum leiktíma.

En heppnara liðið vann í kvöld.

Ólafur Ingibergsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 01:15

4 identicon

Reyndar átti United fleiri skot á mörk (5) meðan Chelsea var með (3). Enn Hinsvegar var Chelsea með mun fleiri skot.

Gustav (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband