Skápaleit

Ég er búinn að leita í öllum skápum á heimilinu en því miður, engin kona. Samt hef ég lúmskan grun um að einhver sé í íbúðinni þegar ég er að heiman. Ég sé það á sápustykkinu og sjampóinu sem eyðast ansi hratt og eins á rauðvíninu og ostinum sem bara bókstaflega hverfa. Í gamla daga man ég eftir allsherjar skápaleit eftir að allar ullarflíkur á heimilinu voru komnar með loftgöt. En þá var ekki verið að leita að konum heldur einhverju kvikindi sem heitir mölur. Það fundust nokkur kvikindi og eftir það voru engin loftgöt á ullarflíkum. Ég bendi öllum einhleypum körlum landsins á,  að leita nú vel í öllum skápum. Það er aldrei að vita hvað leynist þar.
mbl.is Fann konu í skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þarf ekki að leita, er með eina í svona heimilistækjaskáp sem sumir kalla eldhús.

corvus corax, 1.6.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband