Jakkafatahjólreiðakappinn

Þetta er nú eitt skrýtnasta PR dæmi sem ég hef séð lengi. Það er kannski lagt upp með þessi plön af góðum vilja og aldrei að vita nema eitthvað af þeim verði að veruleika, en að birta mynd með fréttinni af borgarfulltrúanum í stífpressuðum jakkafötum með hjólið, Það finnst mér út í hött og draga verulega úr trúverðugleika. Svona týbisk pólitísk uppstillingamynd. Hver trúir á jakkafatagaurinn með hjólið? Ekki ég alla vega. Sjáiði borgarfulltrúa sjálsstæðisflokksins og bankamenn í jakkafötum hjólandi í norðangarranum? Ekki ég. Það á kannski bara að hjóla um rétt fyrir kosningar og á hátíðis og tyllidögum? En fyrst og síðast: Léleg ímyndunar og almenningstengslavinna. Svoleiðis er það nú.
mbl.is Ósabraut ekki fyrir bíla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg sammála þér!!

óli (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:30

2 identicon

Það er þetta með jakkafötin, nú man ég ekki betur enn að Mörður Árnason hjóli flesta daga á Alþingi og ég sé hann nú alltaf í jakkafötum þar, fer í góða flík yfir geri ég ráð fyrir enn í jakkafötunum er hann.

Dóri (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Nú hef ég eitt 7 árum í Kaupmannahöfn og þar hjóla menn í jakkafötum jafnt sem spandex gallanum. Þessi færsla þín lýsir fáfræði þinni um hjólamenningu almennt.

Þú væntanlega átt sjálfur fjallahjól líkt og stór hluti Íslendinga sem á hjól. Þarna er Gísli á flottu karlmannhjóli sem ætlað er til borgaraksturs (ef akstur má kalla) og lookar bara helv vel á þessu þó mér líki ekki við manninn sjálfann.

Svo í þokkabót hef ég nú séð Gísla Martein einmitt á þessu hjóli og í jakkafötum.

Maður þarf ekki að hoppa í spandex gallann og líta út einsog keppandi í Tour De France þó maður noti ekki bíl til að fara þá nokkra metra sem maður þarf til og frá í Reykjavík.

UPP MEÐ HJÓLIN  

Stefán Þór Steindórsson, 1.6.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Stefán minn: Ekkert á ég fjallahjólið og lengur hef ég dvalið í Kaupmannahöfn en 7 ár á minni fullorðins ævi. Menn geta að sjálfsögðu hjólað í jakkafötum sem öðrum fötum  og ekki hugnast mér rándýr snobbklæðnaður ætlaður til hjólreiða,en eftir stendur: Lélegt og illa unnið PR. Einhver drambsemi í því.

Bergur Thorberg, 1.6.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Morten Lange

Kannski lélegt PR, því fleiri virðist hugsa eins og þú, en ég tek undir með Stefáni :  Þannig klæðir Gísli Marteinn sér á hjólinu þegar veðr leyfir, og það er oftar en margir halda, þegar farið er milli húsa í vesturbæ og miðbæ Rvk.. 

Morten Lange, 1.6.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband