Ingibjörg Sólrún: Farðu í málið strax !

Útlendingastofnun þvær hendur sínar eins og Pílatus forðum, í máli Paul Ramses. Nú verður líklega eiginkonu Ramses einnig vísað úr landi. Þetta er ekki sæmandi okkur Íslendingum að hanga á einhverjum lagabókstöfum í þessu tilfelli. Stjórnvöld eiga hreinlega að grípa inn í þetta mál, afturkalla þennan gjörning og bjóða þessa fjölskyldu velkomna til Íslands. Maðurinn hefur starfað að íslenskum verkefnum í heimalandi sínu, á hér eiginkonu og mánaðargamalt barn og óttast um líf sitt verði hann að snúa aftur til Kenýa. Hann hlýtur að flokkast undir pólitíska flóttamenn og að hanga á því að hann hafi komið við á Ítalíu á leið sinni hingað, er bara lítilmannlegt. Á sama tíma og allir þegnar innan Evrópusambandsins geta dvalið og unnið hér að vild, rekum við þennan pólitíska flóttamann burt. Það er ekkert mál fyrir stjórnvöld að kippa þessu í liðinn og sýna þannig í verki mannúð og manngæsku og fá í leiðinni fullt af góðum prikum í kladdann. Það er nóg af þeim slæmu þar fyrir. Ingibjörg Sólrún: Gerðu nú eitthvað í málinu og það srax!
mbl.is Eiginkona Ramses ólöglega í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjörg Sólrún er ekki í fyrirsvari fyrir þennan málaflokk.

Gunna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Veit ég það vel. En hún er utanríkisráðherra og ekki býst maður við miklu af Birni Bjarnasyni.

Bergur Thorberg, 3.7.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ríkisstjórnin á öll að rísa upp og gera þetta sem þú ferð fram á Bergur. Ef hún gerir það ekki og skýtur sér á bak við það að þetta sé "á annara forræði", dómsmálaráðherra, er hún að leggja blessun sína yfir mannvonsku. Ríkisstjórnin hefur valdið og ef hún vill eitthvað þá verður það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

GÓÐUR, og ekki síst svarið við fyrstu athugasemdinni.

Sammála, þetta mál er okkur til skammar hingað til.

Marta Gunnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband