Paul Lewis og María Jóhanna

Ég tek undir með milljarðamæringnum Peter Lewis, að hið tiltölulega væga fíkniefni, María Jóhanna, væri betur komið undir stjórn yfirvalda en í höndum undirheimamanna. Ef svo væri, gætu yfirvöld beitt sér að mun meiri krafti, í baráttunni við hin bráðdrepandi og stórhættulegu hörðu efni, sem virðast flæða hér um, sem annars staðar, eins og leysingjar að vori. Í dag er boðið upp á lögleg fíkniefni eins og tóbak og áfengi og flestum þykir það bara sjálfsagt mál. Ég er ekki að mæla með að fólk neyti neinna þessara efna, en staðreyndin er, að þau eru í boði, löglega eða ólöglega, og það verður að taka umræðuna um það, hvernig best verður farið með þessi mál öll, í nánustu framtíð. Paul Lewis virðist vera frjálslyndur maður og framlög hans til listaheimsins eru eftirtektarverð og mörgum kunn. Listamenn eru þekktir fyrir að feta ekki alltaf troðnar slóðir, og það virðist einnig gilda um Paul Lewis.
mbl.is Berst fyrir lögleiðingu fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pétur, Páll og María; þú ruglar fram og aftur með Peter og Paul og fjallar svo um Maríu líka, svo manni dettur bara í hug Peter, Paul and Mary........

En grasið: ég vil ekki kalla það Maríu Jóhönnu, svo mikið held ég upp á María Jóna / í möttlinum græna / mætti ég tróna....  o.s.frv. 

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:03

2 identicon

Mæl ekki med essu ... nenni ekki reykjavik sem nyri amsterdam..... ef tetta a ad ske i heiminum ... forum ta rolega i tetta .. mal ..  verdur alltof mikid party

stormur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:18

3 identicon

Það þurfa ekkert að vera kaffihús hérna. Það ætti að hafa svipað kerfi og í Californiu þar sem þú mátt annaðhvort rækta kannabis fyrir sjálfan þig, eða fá visst mikið magn á viku hjá lækni ef þú getur notað plöntuna til lækninga. 

Stebbi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband