Marsibil dansar ekki með!

Marsibil dansar ekki með! Nú fer þetta að verða spennandi aftur. Hver tekur þá sæti sem varamaður Óskars ef með þarf? Ja hérna hér. Var þetta ekki svona líka hjá Ólafi? Og hvernig fór fyrir honum? Borgarsirkusnum er hvergi lokið. Það er næsta víst, eins og einhver góður maður sagði einhvern tíma
mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Marsibil. Vonandi stendur hún við orð sín !

Stefán (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:07

2 identicon

Þetta er einkennilegt. Til hvers heldur Marsibil að Framsóknarmenn hafi telft henni fram, ef ekki til að koma stefnumálum flokksinns fram? Til hvers er þessi kona í stjórnmálum? Þorir hún ekki að axla ábyrgð? Framsóknarflokkurinn hefur verið í algjörri dauðagöngu eftir að slitnaði uppúr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og kjósendur hafa ekkert gefið honum eftir að hafa verið í tjarnarkvartettinum sem sprakk á limminu. ´Stjórnmálamenn sem þora ekki og hafa ekki dug til að takast á hendur ábyrgð eiga að snúa sér að einhverju öðru.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ómar Sigurðsson er með copy paste inn á alla pistla, sem hrósa Marsibil fyrir að hafa prinsip.

Gott hjá Marsibil og vita menn að 3. maður á lista Framsóknar, sagði sig úr flokknum s.l. vetur.  Valdabröltið hjá Framsókn og Sjöllum á eftir að útrýma þessum flokkum, sem betur fer.

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband