Djúphugsaður handbolti

Það myndu hrynja mörg tár á vanga ef Íslendingar hömpuðu gullinu í fyrramálið. Gleðitár. Þetta er orðið svo stórt hjá strákunum að öll heimspressan liggur í þeim. Vonandi láta þeir ekkert trufla sig í undirbúningnum. Það er einhver aukin dýpt komin í liðið. Einhver dulin heimsspeki sem skilar heimsklassaárangri. Eitt er víst. Þetta gerist ekki af sjálfum sér. Og Ólafur og Guðjón Valur koma fram sem hugsuðir meira heldur en handboltamenn í fjölmiðlum. Djúphugsaður handbolti í framkvæmd. Frakkarnir mega vera á tánum til að ráða við það. Gull og íslenskur þjóðsöngur. Það hljómar unaðslega.
mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Þessi leikur verður mikið taugastríð. Íslenska liðið er vel undirbúið andlega og pressan er öll á margmilljónaþjóðinni Frökkum.

Kristbergur O Pétursson, 23.8.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Það held ég að sé alveg rétt hjá þér kæri vin.

Bergur Thorberg, 23.8.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff segi ég bara. Ég átti fullt í fangi með að halda aftur af tárunum í gær. Kunni ekki við að sleppa mér innan um vinnufélagana. Ég veit ekki hvernig ég verð eiginlega hérna á heimavelli í fyrramálið ef þeir taka þetta strákarnir.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Úffffff....... já. Ég er ekkert betri.

Bergur Thorberg, 23.8.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband