Enginn veit neitt......... Allra síst ráðherrar

Hvað er nú á seyði? Ætli Ráðherrarnir viti það sjálfir? Ég hugsa ekki. Það veit enginn neitt. Eins og um hugsanlegt Pólverjamál.
mbl.is Ráðherrar boða til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski  vita þeir ekki að Ísland sé í Evrópu og það sé hægt að ganga í ESB.

Eða að IMF lánið kom fyrir 2 vikum.

Eða að það sé hægt að kaupa mini-hraun í kassa.

Kannski ætlar Geir að segja að við eigum að undirbúa harða lendingu hagkerfisins.

Aldrei að vita hvað þeir segja, Guð blessi þá og önnur Ingjaldsfífl.

Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

hver veit?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.11.2008 kl. 15:47

3 identicon

Er bara orðinn sífellt svartsýnni á þetta ástand.  Kanski fáum við ekki IMF lánið.

Held að það séu engar góðar lausnir á þessu og þeir sem vinna móti okkur í IMF Bretar, Hollendingar ofl. eru einnig innan EB og væntanlega slá þeir ekki af skilyrðum myntbandalagsins, þeas upptöku Euro sem myndi vera aðalástæða aðildarumsóknar hér.  Þessi skilyrði setur Seðlabanki Evrópu og þau eru að hámarksfjárlagshalli eru 3 % av vergri þjóðarframleiðslu og það stefnir í yfir 140 miljarða á næsta ári hjá okkur, sem er langt yfir þessum mörkum.  Einnig er hámarksskuldastaða 60% av vergri þjóðarframleiðslu en við árslok 2009 spáði Geri Haarde 100% skuldastöðu.  Klárlega fullnægjum við ekki þessum lágmarkskilyrðum.  Það er alls ekkert víst að okkur standi Evra til boða eða þá aðild að EB.  Við komum skríðandi inn og okkur verða settir afarkostir.  Við erum búin að stinga frá erlendum skuldum og okkur er tekið eins og við eigum væntnalega skilið eins og "óreiðumönnum".  Við þurfum að láta renna af okkur "lána-" og "eyðslufárið".  Við verðum að fara í bað og raka okkur og koma inn þegar við erum búin að ganga frá okkar málum.  Hallalaus fjárlög eru þarna grunnatriðið, hreinsa til i Seðlabanka, fjármálaeftirliti, bönkum, þingflokkum og á Bessastöðum.

Það eru tveir kostir báðir vondir til að krónan ekki sökkvi þurfum við gríðarlega háa vexti og helst tekjuafgang á ríkissjóð sem mun auka trú á okkar hagstjórn og auðvelda aðlögun að öðrum gjaldmiðli.  Hinn möguleikinn með "mjúku leiðina" er að auka útgjöld ríkisins mun gjörsamlega sökkva krónunni og auka á hörmungar skuldsettra heimila og fyrirtækja.

Gunn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir fróðlegar og skarpar ath.semdir.

Bergur Thorberg, 7.11.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband