Einn góður kostur í stöðunni

Það er einn góður kostur í stöðunni: Að þeir sem hafa sett Ísland í þessa stöðu, hvort sem þeir eru fjárglæframenn, stjórnmálamenn eða embættismenn, viðurkenni mistók sín, glæpi sína og alla óráðssíuna. Þá væri hægt að byrja með hreint borð og allt yrði miklu auðveldara.
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Mikið rétt Bergur ,

Sú leið sem evrópusambandið hefur ákveðið að fara í Icesave málinu er ólíðandi þar sem ætlunin er að um málið verði fjallað einhliða út frá kröfum Breta og Hollendinga.

Nú skulum við bara taka eina einfalda ákvörðun, Skiptum út Krónunni einhliða fyrir Dollar eða Kanadískan Dollar.

Með þvi gæfum við  Evrópusambandinu puttann, og segjum einfaldlega við þá við þurfum ekki á ykkur að halda. Við þetta myndi vöruverð og verðbólga leiðréttast hér, kostnaður yrði auðvitað sá að henda þyrfti ónýtu krónunni okkar, en ef okkur hyggðist siðar að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru væri kostnaðurinn tiltölulega lítill, þar sem verið væri að skipta út einum nothæfum gjaldmiðli fyrir annann sem standa svipað.

Just go for it !!!!

Steinar Immanúel Sörensson, 13.11.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Spyr sá sem ekki veit ? Er þetta möguleiki að skifta þessu svona dollar fyrir verðlausa krónu ?? Og afhverju er þetta þá ekki skoðað ef þetta er möguleiki.?????????????????????

Marteinn Unnar Heiðarsson, 13.11.2008 kl. 17:13

3 identicon

Steinar. Ekki eru allar þjóðir sem sama halda að sér höndunum ESB þjóðir. Mér finnst þetta vera að fara líkjast barnatali þar sem allir aðrir eru asnar. Getur ekki verið að við séum asnarnir hérna?

Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli Geir sé ekki bara að tala út frá sjálfum sér þegar hann segir að enginn kostur sé góður í stöðunni. Hann miðar þarna sennilega bara við sína eigin stöðu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband