Hrokagikkurinn, forseti Alþingis

Var að koma af Austurvelli. Þar var stemming í lagi. Fólk á öllum aldri berjandi bumbur, þeytandi lúðra og frömdu hávaða af mörgu tagi. Ekki varð ég vitni að neinum handtökum en skjaldborg lögreglumanna var í Alþingisgarðinum og líklega sérsveitin innan dyra. Gott var að hitta vini sína og viðra baráttuandann og finna samkenndina sem leiddi í gegnum hópinn eins og ósýnilegur drif-andi. Hrokagikkurinn, forseti Alþingis, hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áfram Ísland!! Út með spillingarliðið!!
mbl.is Piparúði og handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver forgangsraðar málum á Alþingi? Eða öllu heldur hver eða hverjir ákvarða í hvaða röð mál raðast? Greinilega er það ekki forgangsröðun sem ræður nema að veruleikaskyn þess eða þeirra sem ákvarða röðun mála sé verulega firrt. Er það forseti Alþingis, þingmenn eða ríkisstjórn?  Spyr sá sem ekki veit.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:17

2 identicon

Já, hefur það ekki allt af verið svona? Þjóðin skilin eftir fyrir utan?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband