Sagði Davíð að Jón Ásgeir yrði knésettur áður en hann hreyfði sig úr Seðlabankanum?

Firringin sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár í fjármálaheiminum, og yfirleitt í öllu sem viðkemur peningum, er slík, að það er ekki fyrir meðaljón að ná utan um hana. Menn hafa fjárfest (fyrir lánsfé), eytt og spent út um allar jarðir og ómældar fúlgur farið í svo kallaðar gerfiþarfir, þ.e. peningum eytt í einhverjar tilbúnar þarfir, dauða hluti sem við höfum ekkert með að gera. Úr þessu öllu varð svo ört stækkandi sápukúla sem nú er sprunginn. Ofan á allt þetta kemur svo pólitíkin. Tengsl stjórnmálamanna (og fyrrverandi stjórnmálamanna) inn í viðskiptalífið eru að koma í ljós og illt er ef satt er, að Davíð Oddson hafi sagt að áður en að hann færi úr Seðlabankanum, skyldi Jón Ásgeir knésettur. Það er ekki mitt að dæma, hafandi engar forsendur til þess, en vonandi kemur hið sanna í ljós með tímanum. Það er eitthvað bogið við þetta samt, segir mér hugur.
mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara algerlega fáránleg tilgáta hjá JÁJ.  Fyrir það fyrsta verður DO bara sagt upp ef hann neitar að fara...  þar með er nákvæmlega ekkert point í þessari sögu.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband