Spilltur, illa upp alinn, ofdekraður krakki?

Jæja, þá er Ingimundur minn farinn. Ég var með honum í skóla fyrir margt löngu og þekki hann bara sem ljúfan og góðan dreng. Ég veit ekkert um hvernig hann hefur staðið sig í Seðlabankanum, en held þó, að hann hafi lagt metnað sinn í að skila þar góðu starfi. Þó skil ég ekki af hverju hann sagði ekki af sér fyrr og gæti það bent til þess, að hann eins og aðrir, hafi verið að bíða eftir hvað Davíð gerði. Nú gat hann ekki beðið lengur. Og hvað ætlar Davíð að gera? Halda ríkisstjórninni í gíslingu? Ríkisstjórnin og mikill meirihluti þjóðarinnar vill hann burt og Eirík líka. En Davíð situr á svörtu loftum eins og spilltur, illa upp alinn, ofdekraður krakki. Og lítur þaðan niður á þjóð sína.
mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Davíð!!

Fullt af fólki sem styður þig!!

Skúli (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:07

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú segist þekkja Ingimund og þess vegna set ég þessar vangaveltur mínar hjá þér. Sleppi því að gera athugasemdir við aðrar færslur sem hafa verið gerðar við þessa frétt. Þó að hafi verið miklu frekar þær sem hrintu mér til að skrifa eitthvað um Ingimund yfir höfuð.

Ég þekki Ingimund ekki neitt. Þekki þó til hans eins og sagt er. Ég dæmi hann þó ekki af því heldur því sem ég hef séð til hans og heyrt. Ég vissi ekki einu sinni að hann væri til fyrr en Davíð tók upp á því, að því er virðist, að beita honum fyrir sig þegar þurfti að svara erfiðum spurningum í kjölfar bankahrunsins.

Ég held að Ingimundur sé á margan hátt vel gerður. Undrast þess vegna hvernig hann hefur getað þrifist í þessu návígi við Davíð. Álagið á hann hlýtur að hafa verið rosalegt en hann sýnir best hvað hann hefur fram yfir þá hina, sem stýrðu bankanum með honum, að hann einn biðst lausnar eins og farið var fram á.

Ég held sem sagt að hann sé sá eini þeirra þremenninga sem er með samvisku.  Hann er líka sá eini þeirra sem hefur frekar vaxið í áliti hjá mér eftir hrunið en hitt. Sennilega var það hans ógæfa að vera meðal úlfa en vera af allt, allt örðu sauðahúsi sjálfur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 04:14

3 identicon

VERKALÝDSNEFND SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS--STÉTT MED STÉTT--Á RÉTTRI LEID.......TIL THJÓDARGJALDTHROTS.

Ýmir Ýmis (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 09:13

4 identicon

Góður Skúli...Áfram Davíð..Er viss um ef Davíð væri garðyrkjustjóri einhversstaðar,fólk myndi vilja reka  hann þaðan.Kv

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:32

5 identicon

Thetta gaeti endad med ósköpum.  Hvernig heldurdu ad sé fyrir fólk sem hefur 120.000 kr. í mánadarlaun ad verda vitni ad thessu?  Hvernig getur thad fólk nád endum saman?  Thad er löngu ordid tímabaert ad lögsetja og verdtryggja lágmarkslaun. 

Vidtalid sem fór fram á ensku vid Davíd Oddsson og sýnt var í sjónvarpinu var mjög athyglisvert vegna thess ad thar sagdi Davíd ad allt vaeri hunky dory med stödu íslensku bankanna og ef einhver theirra faeri á hausinn vaeri ekkert mál fyrir ríkissjód ad standa sem bakhjarl.  Med hlidsjón af thví vidtali og theirri stadreynd ad Davíd svarar ekki bréfi forsaetisrádherra í tíma kemur thad ekki á óvart ad erlendum adiljum thyki tregda Davíds kostuleg.

Ýmir Ýmis (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:40

6 Smámynd:

Þetta mál allt er alveg með ólíkindum.

, 7.2.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband