Sjálfseignarstefnan- Sjálfseyðingarstefnan

Vitiði það, að með fullri virðingu fyrir þessari fjölskyldu og vonandi leysir hún sín mál, þá finnst mér þetta ekki vera nein sérstök kreppufrétt, nema hvað varðar hækkunina á lánunum, en  þær hækkanir eiga margir við að glíma í dag. Þúsundir Íslendinga hafa búið þröngt í gegnum árin og átt erfitt með að stækka við sig. Aðal vandamálið er og hefur verið sjálfseignarstefnan sem rekin hefur verið hér í áratugi, það er, að sem flestir eigi sitt húsnæði. Úrræði í húsnæðismálum hafa verið af skornum skammti og ekki fræðilegur möguleiki á því að allir eigi sitt húsnæði. Aleigan liggur oftar en ekki í steinkumbalda sem ekki skapar neina peninga og venjulegt fólk með meðaltekjur á oftar en ekki í vandræðum með að standa undir því. Hinum sem ekki geta keypt sér húsnæði, er vísað út á rándýran leigumarkað. Það verður að finna fleiri úrræði í húsnæðismálum svo að fólk geti búið í íbúðum sínum án þess að eiga á hættu að vera sagt upp eða missa þær. Það standa ekki allar fjölskyldur undir því oki sem húsnæðismálin eru á Íslandi. Þetta er nokkurs konar herskylda okkar Íslendinga að eiga þak yfir höfuðið. Svona sjálfseignarstefna er ekki rekin í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Fólki, sem hreint ekki hefur efni á því að kaupa sér húsnæði ,er hrint út í kaup og oft endar það með ósköpum og er engum að gagni. Það er brýnt verkefni að breyta landslaginu í húsnæðismálum landsmanna. Þar er og hefur verið rekin kolómöguleg stefna, sem verður að hverfa frá. 
mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maðurinn minn ólst upp hjá foreldrum sínum í þriggja herbergja íbúð, þau voru sex systkynin. Einu sinni var hann í þriggja hæða koju og svaf efst, gat ekki setið uppi í kojunni, aldrei fannst þeim fara illa um sig.  En kröfurnar breytast og lífið líka. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 11:12

2 identicon

Rakel maybe sahould have got apartament and some backup savings first
before she goes ahead having children...but well,however complaing that the
apartament is too little! for 3 people!!!this woman needs a reality check
maybe,i grow up in a family of 5 people and we had 2 bedroom
apartament,nobody complained in a front page of a news paper,shame on you
Rakel,when economy was fine you didn´t complain did you,well things
sometimes change Rakel and you should be prepared for,especially having
children,4 years ago i got apartmanet of 50fm2 which cost me 9.000.000kr in
Laugardal,couldn´t have Rakel buy an apartament of 12-13 mil instead of
20?the luxus apartaments and small eibylihús was 20 mil in 2004.Bottom line
iI feel no sorry for this woman maybe she learns for once that you can´t
have everything

che (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:26

3 identicon

Lausnin á þessu stóra vandamáli er einföld. Í stað þess að hrekja lífeyrissjóðina úr landi eða í vafasamt pappírsbrask með sparnað landsmanna, eiga lífeysissjóðirnir einfaldlega að eiga meirihluta íbúðarhúsnæðis í landinu og leigja það út. Þannig er öll áhætta tekin af fjárfestingum sjóðanna, peningarnir fara ekki út úr landinu og þeir sem eiga sparnaðinn njóta hans í formi sanngjarnrar leigu.

Þannig grunar mig að leysa megi fleiri vandamál sem við glímum við. Með því að líta okkur nær og hugsa í lausnum en ekki vandamálum.

Hvað það varðar hve mörg börn geta búið saman í einu herbergier það engin mælikvarði á velmegun okkar eða menningarstig. Ég hef meiri áhyggjur af gamla fólkinu og hvernig komið er fram við það. Börnin hafa líklegast gott af því að deila herbergi og læra að taka tillit til hvers annars. Þó vissulega geti þröngbýli eflaust verið hvimleitt. En við erum fljót að gleyma. Ekki eru nema 100 ár síðan 50% þjóðarinnar bjó í moldarkofum. Ég held okkur hafi bara gengið ágætlega.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:29

4 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Bjó úti í Danmörku í leiguíbúð sem ég hefði getað haldið út lífið ef ég hefði kært mig um - svo framlega sem ég gat borgað leiguna. Eftir að ég kom heim tók við hræðilegur leigumarkaður sem getur verið mannskemmandi ef maður er með börn því það er ekki hægt að flytja stanslaust með þau á milli skóla af því að leiguíbúðir eru sjaldnast leigðar til lengri tíma í senn. Eftir þrjú ár og tvo flutninga á milli skóla gáfumst við upp og keyptum á okurverði íbúð. Þá var húsaleiga svo há að það borgaði sig að skuldsetja sig um 20 milljónir. Nú er staðan önnur en sem betur fer hefur leigan lækkað - þó fyrr hefði verið - fyrir þá sem leigja. Við hin erum í djúpum skít.

En ég tek heilshugar undir með þér að taka þurfi í gegn þennan málaflokk.

Eva Ól. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Fyrir 30 árum var algengur frasi í fasteignakaupum: "hrökkva eða stökkva" og "Erfitt fyrstu árin svo reddast þetta". Ég hrökk frá fasteignakaupum (enda rétt að skríða út í lífið með aðeins "skyldusparnaðinn" í vasanum) og náði þar með ekki í skottið á húsnæðislánum sem fuðruðu upp í verðbólgubálinu.  Seinna neyddist ég til að taka þátt í "sjálfseignastefnunni" ef börnin mín áttu að fá stöðuga búsetu. Síðan hefur maður verið þræll steinsteypunnar og tekið á móti holskeflum verðbólgunnar með jöfnu millibili. Ég er ekki búin að gleyma tímabilinu þegar Sigtúnshópurinn var stofnaður. Í raun og veru hefur ástandið aldrei verið eðlilegt frá því um 1980 og jafnvel áður. Undanfarin 30 ár hefur ekki verið hægt að gera fjárhagsáætlanir fram í tímann hér á Íslandi, hvorki í sparnaði né fjárfestingum sem halda. Við höfum endalaust búið við óvissuástand í efnahagsmálum og ekki getað gengið út frá einu né neinu vísu.

Lífsmottó Íslendinga hefur því verið: "Þetta hlýtur að reddast" því við erum bjartsýnasta þjóð í heimi     ekki satt?

P.S. Mínir synir deildu 3 saman herbergi vel fram yfir fermingu og lifðu af. Verra þótti mér hvað lítið var eftir til að kosta þá til tónlistar og myndlistarnáms og íþrótta. Það þurfti að bíða þar til þeir fóru sjálfir að taka þátt í kostnaðinum með blaðaútburði og fleira.

Jóhanna Garðarsdóttir, 12.2.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband