Haltu laununum

Það má deila um það hvort Þráinn Bertelsson var verðugur handhafi heiðurlauna á sínum tíma. En þar sem er um heiðurslaun að ræða finnst mér fáranlegt, að þó hann sitji á Alþingi um tíma, að hann afsali sér heiðurslaununum. Ef hann gerir það verður að fara fram allsherjar skoðun á fjármálum allra þingmanna og ég efast stórlega um það, að nokkur þeirra þiggi ekki laun í einhverju formi, fyrir utan þingfararkaupið, annaðhvort sem launþegar eða í gegnum eignaraðild að fyrirtækjum. Þannig að Þráinn: Haltu þínum heiðurslaunum.
mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að vera ósammála þér um þetta Bergur.

Heiðurslaun, eins og þú réttilega nefnir þau, eru laun í þeim skilningi að þau standa listamanni til uppihalds og greidd reglulega í langan tíma. Þannig bera þau miklu fleiri einkenni launa en verðlauna. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að gott og gilt sé að heiðra góða listamenn með verðlaunum en andvígur því að þeim sé haldið uppi af ríkinu með launagreiðslum. Góður listamaður ætti að geta lifað af sinni list. Mér fyndist frekar við hæfi að viðkomandi fengi t.d. e.k. orðu sem fylgdi jafnvel smá upphæð í einstakt eða jafnvel einstök skipti.

Þegar fyrrv. listamaður er í fullu starfi við eitthvað annað en þá list sem hann er á launum við að vinna, þ.e. alþingismennska en ekki listsköpun, þykir mér því lágmarkskrafa að hann afsali sér þessum launum. Ekki síst þegar viðkomandi er orðinn opinber starfsmaður og ætlar þá að þiggja tvöfalda greiðslu frá ríkinu.

Varðandi hina þingmennina er ég alveg sammála að þyrfti að kanna. Ég geri þó greinarmun á því að þiggja laun/bætur/verðlaun frá ríkinu annars vegar og þegar menn njóta ávinnings innistæðu í banka eða fyrirtæki sem þeir hafa sjálfir unnið sér inn á einkaréttarlegum grundvelli.

Virðingarfyllst,

Snorre

þannig við höldum okkur við rétta lýsingu á því sem þetta raunverulega er, þ.e. laun, eru geta undir vissum kringumstæðum verið góð og gild. Ég verð hins vegar

Snorre Hansen (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:38

2 identicon

Það er eðli Íslendingsins að gera aukaatriðin að aðalatriðum og öfugt.

Deila um keisarans skegg. 

Argast út af tittlingaskít.  Auðvitað á hann að halda heiðrinum sínum. 

Ekki tökum við bikarana af knattspyrnumanni sem fer að spila golf.

Ef heiðurslaun Þráins er stærsta vandamál þessarar þjóðar þá er hún í góðum málum og þarf engu að kvíða í samfélagi þjóðanna

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:58

3 identicon

Hárrétt hjá ykkur - enda er maðurinn í Borgarahreyfingunni en ekki í Samspillingarflokknum eða FLokknum þannig að hér er um allt annað viðhorf að ræða.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 04:30

4 identicon

Nei, við myndum ekki taka bikarinn af knattspyrnumanni sem fer að spila golf. Ekki heldur af listamanni sem hefði t.d. fengið 1-2 millur og bikar eða orðu á brjóstið og færi svo á þing.

Hins vegar fyndist mér eðlilegt að listamaður sem gefur sig út fyrir að vera byltingarsinni gegn svínaríi og sukki hjá hinu opinbera og ER NÚ ÞEGAR á ókeypis launum (köllum þetta bara það sem það er) hjá hinu opinbera myndi afsala sér þeim af sjálfsdáðum.

Það ætlar heldur enginn að "taka" neitt af honum.

Snorre (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband