Er þetta mótspil fjölmiðla gegn fordómum?

Nú er orðið í tísku í fjölmiðlum að upplýsa hvort afbrotamenn eru íslenskir eða erlendir. Hér áður fyrr var ekki tekið fram, ef fjallað var um afbrotamenn á Íslandi, hvers lenskir þeir væru. En nú er öldin önnur. Yfirleitt er tekið fram núna hvort er um Íslendinga að ræða eða erlenda ríkisborgara. Spurningin er: Er verið að vernda Íslendinga eða erlenda ríkisborgara? Er um fordóma að ræða? Svari hver fyrir sig.
mbl.is Íslendingar áfram í haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fréttum að norðan er iðulega tekið fram að brotamaður hafi verið aðkomumaður eða jafnvel sagt ..."maðurinn var að sunnan".

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

Útlendingar eru ótrúlega oft viðriðnir glæpi á Íslandi og eru víst hátt hlutfall fanga í Íslenskum fangelsum. Engir fordómar að upplýsa um þjóðerni brotamanna. Bara sjálfsagt.

Björn Birgisson, 11.5.2009 kl. 21:38

3 identicon

Það er nú ekki rétt að hátt hlutfall fanga á Íslandi séu af erlendu bergi brotnir. Þó svo að jú eflaust komi útlendingar oft við sögu Lögreglu t.d ölvunarakstur smáþjófnaðir osfrv..... þá nægja smáafbrot af þessu tagi ekki til þess að hljóta refsidóm í afplánun .

Að gefa upp þjóðerni skapar bara fordóma og setur svartan blett á þjóðernið t.a.m eru hér á landi í kringum 20 þúsund Pólverjar (með þeim sem að hafa hlotið íslenskan ríkisborgararétt) samt sem áður komi eitt mál í fjölmiðlum  með að Pólverjar hafi brotið af sér ´heyrir maður út um allt "helvítis´Pólverjar" síbrjótandi af sér osfrv... þrátt fyrir það innan við 1% allra Pólverja á landinu tilheyri þessum fráviks hóp.

Sömu sögu má segja um Litháa þó svo að miðað við fjölda þeirra brjóti þeir meira af sér en Pólverjar þá er það  samt sem áður líka aðeins agnarbrot af þeim fjölda Litháa sem er hér sem að brjóta af sér. Þekkji ég sjálf til nokkra Litháa hér á landi, allt fínasta fólk þeir segja að þeir fái oft skrýtin svip frá fólki þegar að þeir segjast vera frá Litháen. Enda minnir mig að Litháar hafi síðasta sumar (eða sumarið þar á undan) gert átak þar sem að þeir létu prenta boli "Litháiska mafían" til að vekja athygli á því að Þjóðerni þeirra væri allt flokkað sem mafía, svo gengu þau í þessum bolum á Laugaveginum (fjöldi´Íslendinga tók  þátt og klæddu sig í þessa boli)

Sjálf starfaði ég sem fræðslufulltrúi þegar að naugunarmál var í mikilli fjölmiðlaumfjöllun þar sem gerandinn var Pólverji og fjölmiðlar fóru óspart með að nefna það. Ég var á þeim tíma að halda fræðslur fyrir unglingavinnunna í Reykjavík og í hverjum einasta hópi og ég er að ýkja kom fram hjá´krökkunum að Pólverjar væru ógeðslegir og að þeir væru nauðgarar og þeir ættu bara að vera heima hjá sér.......... Þarna held ég að fjölmiðlar hafi átt allan þátt í þessari skoðun barnanna, og það versta er að auðvitað bitnar þetta á pólskum skólafélögum þeirra (en eflaust má finna pólskt barn í flestum grunnskólum landsins)

Mín sannfæring er því sú að betra væri að sleppa því að gefa tilkynna þjóðerni því að það býður upp á fordóma sem eins og ég segji greinilega smitast í grunnskólana líka og þar fá saklausu börnin að finna fyrir því sem eru af erlendum uppruna

Salamandra (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband