Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega sem við lifum í?

Fallegt er það á prentuðu máli, ekki vantar það. En hvernig verður með dúið? Verður þetta í anda orðanna "to do or not to do"? Ég er ekki viss. Ef við lítum aðeins á hvernig stjórnvöld hafa komið fram á sviðið að undanförnu og ég ætla bara að benda á eitt atriði. Stjórnvöld hafa komið fram dag eftir dag á undanförnum vikum og aðalmálið hefur verið að koma í veg fyrir misnotkun á rétti til atvinnuleysisbóta. Blaðamannafundur með stóru béi var boðaður fyrir nokkru og þar voru sko topparnir mættir: Félagsmálaráðherra, lögreglustjóri og forstjóri vinnumálastofnunar. Þar gerðu þeir fjálglega grein fyrir því að hart yrði tekið á misnotkun atvinnuleysisbóta. Maður stóð upp eftir fundinn með galopinn munninn og hafði á tilfinningunni að það væri líklega atvinnulausum að kenna hvernig ástandið væri á Íslandi í dag. Það skein í gegn að fjölmargir atvinnulausir nenntu hreinlega ekki að vinna eða ynnu svart til að svindla á kerfinu. Nú skyldi sko tekið á því. Skrýtið að þeir skyldu ekki líka taka á þeirri misnotkun sem hefur viðgengist hér á landi um árabil, sem felst í því að fólk í sambúð hefur skráð sig á sitt hvorum staðnum til að koma betur út fjárhagslega og þar hafa margir, jafnt "háir sem lágir", verið viðriðnir. Fólki hefur endalaust verið refsað fyrir að vera gift, þó svo að það sé eitt af þeim gildum sem þjóðfélag okkar er byggt á og okkur innprentað frá barnæsku af þjóðkirkjunni og stjórnvöldum. Dag eftir dag hefur síðan verið hamrað á því af stjórnvöldum, að það skuli sko komið í veg fyrir misnotkun á kerfinu og endalaust koma fram tillögur hvernig má koma helst öllum öryrkjum út á vinnumarkaðinn af því að þeir eru svo þungur baggi. Vel á minnst: Það er enginn vinnumarkaður! Ég skil ekki svona forgangsröðun, allra síst frá svo kallaðri vinstri stjórn. Á sama tíma og örfáir glæpamenn í skjóli stjórnvalda, hafa lagt Íslenskt þjóðfélag í rúst, þá dynja þessar fréttir á þjóðinni og maður hefur á tilfinningunni að það sé stutt í það að þetta fólk sé kallað algerir aumingjar, sem nenni ekki að vinna og geri mest lítið annað en að svíkja út úr kerfinu og svindla. Á meðan ráðist hefur verið á "sauðsvartan almúgann", sem á varla fyrir matnum sínum, hafa glæpamennirnir fengið frið. Ég mæli ekki með misnotkun á "kerfinu", en fyrr má nú rota en dauðrota. Meðan hamrað er á "misnotkun" upp á einhverjar hundruðir milljóna, þá blasir við gjaldþrot íslensku þjóðarinnar upp á fleiri hundruð milljarða, ef ekki þúsundir. Ekki voru það atvinnulausir og öryrkjar sem stofnuðu til þeirrar skuldastöðu sem íslenska þjóðin er í. Það eru ekki einu sinni til peningar til að halda uppi almennilegri löggæslu til að vernda saklausa borgara þessa lands. Fólk er rænt, barið miskunnarlaust niður, oftar en ekki nær til ólífis og dómskerfið lafir máttlaust yfir þess konar glæpum. Og það læðist að manni sá grunur að kerfið komi líka til með að hanga máttlaust yfir glæpum hinna svo kölluðu útrásarvíkinga. Hvers konar þjóðfélag er þetta sem við lifum í? Geta stjórnvöld svarað því? Vitiði það, að ég get hreinlega ekki skrifað meir að sinni. Ég geng um með sorg í hjarta og horfi á fólk hreinlega veslast upp, verða eignalaust, ef það hefur þá átt nokkuð fyrir, börnin okkar skjálfa af hræðslu og þeirra bíður ekki fögur framtíð full af fyrirheitum eins og ætti að vera. Svo ég segi það hreint út: Ég skil ekki bullið í stjórnvöldum, ég skil ekki hugmyndafræðinga ríkisstjórnarinnar, ég skil ekki forgangsröðunina. Ekki ætla ég að gerast spámaður en það kæmi mér ekki á óvart að bylting væri á næstu grösum á landinu okkar fagra. En það virðist vera klæðskerasaumað  fyrir suma en en ekki fyrir "sauðsvartan almúgann".
mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"En hvernig verður með dúið?"

Þetta verður sjálfsagt ToDo listi í snyrtilegu Word-skjali, sem á að verða tilbúið haustið 2010. Taku eftir að það er eftir rúmt ár! Samræðustjórnmál menntaelítunnar with a vengenace, ekki einu sinni vinstri stjórn fyrir fimm aura! Við ælum öll í kór!

Það þarf engan spámann til að sjá það sem þú spáir í niðurlaginu, það fer að verða sárlega augljóst að allt stefnir í byltingu 2.0 í haust. Ég er ennþá með potta, barefli og skíðagleraugu í kassa í skottinu á bílnum!

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2009 kl. 02:26

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég las þennan pistil stuttu eftir að þú birtir hann Bergur og er að lesa hann aftur núna.... en ég furða mig mikið á því hvers konar þjóðfélagi við búum í og finnst þú ná að setja þetta saman í stuttu og skýru máli

Heiða B. Heiðars, 25.7.2009 kl. 09:30

3 identicon

því ekki að stofna "POTTAVINAFÉLAG" og fara að gera eitthvað í málinu td setjast niður og punkta ferlið og setja svo á ákæruskjal kærur á  hendur

 Útrásarvíkingana allra(og þá sérstaklega vegna ICESAVE, sem virðist sem sá MAFÍU sjóður ætli að leggja ÍSLAND í rúst frá A-Ö)

-Forsætisráðherra(fyrrverandi)

Seðlabankastjóra(fyrrverandi)

 Forstöðumans FME (fyrrverandi)

Fjármálaráðherra(fyrrverandi)

 Viðskiptaráðherra(fyrrverandi)

Utanríkisráðherra (fyrrverandi)

 Bankastjóranna LANDSBANKA og KAUPÞINGS

til er ég að setjast niður og búa til kæruskjöl og fara með þau til Dómsmálakerfisins, þýðir líklega ekki að fara með þau til Ríkislögreglustjóra embættið , þar eyðileggjast þau og eða týnast í höndum Ríkislögreglustjóra, end hann undir verndarvæng þess verndarvæng sem verndar ICESAVE glæpafólkið......

kv

Tryggvi

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Bergur - góð samantekt hjá þér. Feðralýðveldið Ísland mun gera allt sem hægt er til að halda völdum þar sem þau hafa alltaf verið -  í ákveðnum klíkum. Þetta sama vald...staðfesti stóraglæp á sínum tíma þegar nokkrir útvaldir eignuðust fiskinn í sjónum. Þetta sama vald hefur mulið undir sérhagsmunaklíkur um áratugaskeið. Allt tal um lýðveldi á Íslandi er fjas. Landinu hefur aldrei verið stjórnað í þeim anda. Og því miður lítur ekki út fyrir að þar verði nein breyting á. Valdníðingar hafa ráðskast með þjóðina í aldanna rás og þar er engin breyting á. Það mun ekkert breytast hjá þjóðinni meðan við leyfum feðraveldinu að stjórna. Það eina sem getur komið okkur á lappirnar er algerlega nýtt system og fyrst og síðast ný hugsun hjá almúganum sem lætur leiða sig þæga og vongóða til kjörklefa til að setja kross á blað við nöfn fólks sem er ekki vandanum vaxið og hefur aldrei verið það. Þeir sem hugsa fyrst og síðast um sinn eigin hag geta aldrei þjónað þjóðinni sinni af heiðarleik. Njörður P Njarðvík benti á þetta eftir og reyndar löngu fyrir hrun og hans tillaga var að stofnað yrði Nýtt lýðveldi. Kjark og þor til að breyta algerlega um stjórnarhætti. Færa valdið þangað sem það á að vera - til fólksins. En hver er staðan - same old same old. Og áfram beygjum við okkur í hlýðni og tökum við svipuhöggunum. Því miður er okkur ekki viðbjargandi.

Pálmi Gunnarsson, 25.7.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það sem verið er að gera núna með þessum áróðri er dálítið merkilegt en jafnframt ógeðslega siðlaust, það er verið að draga athygli fólks frá hinum raunverulega vanda og hinum raunverulegu þjófum sem stálu milljörðum frá okkur, það sem er ekki síst athyglisvert við þetta er það að núverandi félagsmálaráðherra starfaði hjá Kaupþingi þegar Bjöggunum voru veitt lán þar til að kaupa Landsbankann, lánin sem þeir fóru fram á að fá niðurfelld um daginn.

Þetta er það sem verið er að fela með þvi að beina athygli fólks að örðum og búa til nýja sökudólga í samfélaginu þannig að fólk gleymi þeim sem raunverulega eiga sökina, þessir menn vita alveg hvað þeir eru að gera enda hafa þeir markvisst blekkt þjónðina í áraraðir.

Steinar Immanúel Sörensson, 25.7.2009 kl. 12:06

6 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Bergur, eitt af aðal vandamálum lýðræðisskipunar á Íslandi er að ráðherrar hafa ægisvald á sínum málaflokkum og eru ekki undir samþykki annarra ráðherra komnir þegar ákvarðanir eru teknar um útfærslur og þess háttar. Sem dæmi má nefna að þótt allir ráðherrar séu á móti hvalveiðum að þá getur Sjávarvegsráðherra ákveðið einn og óstuddur að hvalveiðar skulu hafnar! Þetta er ekki svona í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við þar sem allar ákvarðanir ráðherra eru bornar undir ráðherraráð og samþykktar eða felldar.

Pálmi: Ég er svo hjartanlega sammála þér í því sem þú skrifar. Spurningin er hvort það sé yfir höfuð mögulegt eða heppilegt að "lappa" upp á það kerfi sem við höfum lifað við um langan tíma og setti okkur í þessa erfiðu stöðu eða hvort við verðum að byrja upp á nýtt nánast frá grunni.

Kveðja, Jónas R

Jónas Rafnar Ingason, 25.7.2009 kl. 12:28

7 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Steinar: Þetta er ekki alveg rétt hjá þér! Núverandi Félagsmálaráðherra var í bankaráði Búnaðarbankans, ekki Kaupþings. Hann var ekki í bankaráði þegar lánin til LÍ voru afgreidd í bankaráðinu eftir að S-hópurinn hafði "keypt" bankann. Rétt skal vera rétt.

Jónas Rafnar Ingason, 25.7.2009 kl. 13:14

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála því að við eigum ekki að reyna að lappa upp á ónýtt kerfi heldur að snúa okkur strax að nýjum hugsunnarháttum og tek undir með Pálma.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2009 kl. 16:24

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 25.7.2009 kl. 19:20

10 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Vinnumarkaðurinn er jafn ljótt orð og mannauður. Það gerir ráð fyrir að fólk sé markaðsvara sem verður að stunda endurmenntun og annan óskapnað til að viðhalda sér sem boðlegri vöru.

Verkalýðshreyfingin hefur séð til þess að aðeins eru laus skítastörf er engin með sjálfsvirðingu og sómakennd getur stundað.

Í gróðæðinu þegar amrísku vinnusiðferði var komið á, reyndist erfitt að fá vinnu fyrir marga ofhugsandi menn. Var þá einum með svona tvö háskólapróf tjáð á vinnumiðluninni að vandi hans væri menntunarskortur. Svona eitthvað hagnýtt-vélrænt með tilheyrandi jákvæðni og þjónustulund til að geta gegnt niðurlægjandi störfum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 25.7.2009 kl. 20:58

11 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir kommentin kæru vinir, mér sýnist á öllu að við séum nokkuð sammála um þær ógöngur sem þjóðin okkar hefur ratað í. Kannski er bara komið að okkur að gera eitthvað RÓTTÆKT í málinu. Þorri: Góður. Pálmi: Algerlega sammála. Tryggvi, Steinar, Heiða, Jónas, Högni, Hólmdís: Sammála. Höldum áfram að róta í þessu liði. Þetta gengur ekki mikið lengur svona eins og þetta er. Við vitum það en það er eins og sumir eyði öllum sínum tíma í að berja hausnum við steininn.

Bergur Thorberg, 25.7.2009 kl. 21:34

12 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Bergur, það þarf ekki svo mikið meira til, til að ég skipi mér í byltingar- og framfarasveit aðila sem vilja raunverulega breytingu. Ég hef þó ekki mikinn áhuga á gervibyltingum og innantómum mótmælum sem skila okkur nýjum þingmönnum sem eru ekkert betri en þeir sem fyrir sátu. Við þurfum raunverulegar umbætur sem skila okkur raunverulegu lýðræði.

 kv. Jónas

Jónas Rafnar Ingason, 26.7.2009 kl. 02:08

13 Smámynd: Billi bilaði

Góður pistill.

Billi bilaði, 26.7.2009 kl. 04:12

14 Smámynd: Bergur Thorberg

Raunverulegar breytingar Jónas. JÁ. Takk Billi.

Bergur Thorberg, 26.7.2009 kl. 08:11

15 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hinir appelsígulu stöðvuðu byltingarferlið með lygum um að ofbeldið væri mótmælenda gegn ofbeldissveitum ríkisvaldsins. Lýðurinn gleypti við því. Síðan var svokölluð búáhaldabylting (það er ekki bylting að skipta út einum flokki í ríkisstjórn) send a Þjóðminjasafnið með pompi og prakt. Þar sem Thoroddsen ein fékk fototækifæri. Skýr skilaboð um að allt bú, farið heim.

Íslendingar hafa lítið úthald. Síðan er ennþá tönnlast á tilbuningnum ,,búsáhalda" bylting

þegar það voru nú trommurnar sem réðu úrslitum um að taka Samf. af taugum. En hvaða bylting? Sökum menntunarskorts vita Íslendingar ekki einu sinni hvað felst í því hugtaki.

Síðast en ekki síst rændi ,Smáborgarhreyfingin uppreisninni og sendi mestu fábjána og lýðskrumara á þing sem sögur fara af, og er þá mikið sagt.

Þorri Almennings Forni Loftski, 26.7.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband