Efnahagssérfræðingurinn Hrannar Arnarsson

Ég skil ekki hvað vakti fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún réði Hrannar Arnarsson sem aðstoðarmann sinn. Sá maður hefur litla útgeislun að mínu mati og helst hefur maður orðið var við endalaust framapot hans í gegnum árin. Nú er hann í forsætisráðuneytinu og það líst mér ekkert á. Ekki þar fyrir að vandfundinn mun sá aðstoðarmaður sem gæti eitthvað gert fyrir Jóhönnu eins og mál hafa þróast. Stjórnin riðar til falls vegna vafnhæfni og eyðir mestum tíma í að telja kjark úr þjóðinni með sífelldu vonleysistali og virðist engan veginn vera fær til góðra verka. Þjóðin er að missa þolinmæðina... loksins..... og verkin verða án vafa látin tala innan skamms.
mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það segir allt um hæfi flugfreyjunnar í ábyrgðarmestu stöðu lýðveldisisn að ráða mann eins og Hrannar sem sinn nánasta aðstoðarmann.

Guðmundur 2 Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2009 kl. 13:13

3 identicon

Það er svo enn eitt ruglið i þessu landi að aðstoðarmenn ráðherra eru gjrnan vinir og kunningjar viðkomandi ráðherra.  Að mínu mati ættu aðstoðarmennirnir að vera sérfræðingur í viðkomandi málaflokkum og vera ráðnir vegna rökstuddrar hæfni án tillits til stjórnmálaskoðana.  Ráðherrann á að vera fullfær um að valda hlutverki stjórnmálamannsins, en aðstoðarmaðurinn á að leggja það til sem uppá vantar á öðrum sviðum.  Ég hélt líka að það bryti í bága við lög að ráða ekki hæfasta einstaklinginn til starfa hjá ríkinu. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:14

4 identicon

Það er svo enn eitt ruglið i þessu landi að aðstoðarmenn ráðherra eru gjarnan vinir og kunningjar viðkomandi ráðherra.  Að mínu mati ættu aðstoðarmennirnir að vera sérfræðingur í viðkomandi málaflokkum og vera ráðnir vegna rökstuddrar hæfni án tillits til stjórnmálaskoðana.  Ráðherrann á að vera fullfær um að valda hlutverki stjórnmálamannsins, en aðstoðarmaðurinn á að leggja það til sem uppá vantar á öðrum sviðum.  Ég hélt líka að það bryti í bága við lög að ráða ekki hæfasta einstaklinginn til starfa hjá ríkinu. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi Hrannar er nú ekki merkilegur pappír, hefur í gegnum árin haft mikið af ungu fólki í vinnu hjá fyrirtækjum á sínum snærum, án þess að virða lágmarksréttindi launafólks og jafnvel ekki staðið í skilum með launagreiðslur.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2009 kl. 13:25

6 identicon

í siðuðum löndum eru aðstoðarmenn sérfræðingar í málaflokkum, hér eru þetta einhverjir gasprarar sem tengjast flokknum og eru bullandi pólitískir. Ímyndið ykkur ef Reagan hefði stutt sig við ráð Hrannars, Bandaríkin væru sennilega rjúkandi rúst í dag, kveðja ragnar

ragnar (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 15:52

7 identicon

Hrannar er búinn að vera í pilsfaldi Jóhönnu um langt skeið. Hann var aðstoðarmaður Jóhönnu þegar hún var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar.

Hrannar var líka með Jóhönnu í Þjóðvaka.

Það er eins og allt sem Hrannar komi nálægt fuðri upp. Hann var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Sú ríkisstjórn hvarf á skömmum tíma. Hann er aðstoðarmaður Forsætisráðherra. Sú ríkisstjórn virðist andvana fædd. Hann var í bókaútgáfu. Það endaði með skelfingu. Hann bauð sig fram í borgarstjórn. Fékk met útstrikanir og þurfti að segja sig úr borgarstjórn meðan skatturinn var að dæma hann fyrir ógreidda vörsluskatta og eitthvað sukk. Svo talar þessi maður um að Joly sé slök landkynning. Hvað ef fjölmiðlar erlendis fengju rétta ferilskrá þessa manns?

joi (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:39

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ummæli Hrannars munu berast út fyrir landsteinana og alveg áreiðanlega til Evu Joly. Hvað ætlar Jóhanna að gera í því?  Getur hún sagt að Hrannar hafi verið fullur og ekkert mark á honum takandi?  Líklega gerði hún best í því.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband