Nokkur grömm af léttvíni.......

Hvaða mál er þetta? Nokkur grömm af léttvíni geta varla skaðað nokkurn mann eða málstað hans. Þetta er ekki sterka vínið sem drukkið var hér í den á Alþingi og á stundum, nokkuð ótæpilega. Þá fóru menn á "kveðast á stigið", sem var nú þegar litið er til baka, bara góð tilbreyting frá hinu endalausa tuði í þingsölum. Svo má nátturulega spyrja hvað menn eru að gera á golfmóti og kvöldverði í boði banka, þegar þeir ættu að vera í vinnunni. En það er önnur saga.
mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Golf er æðra landslögum og matur er mannsins megin. Lög eru leiðinleg. Ekki þó væmin og dillandi danslög.

Björn Birgisson, 26.8.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Getur þá Dóri framsóknar afsakað sig með því að hafa verið fullur þegar hann kom kvótakerfinu í gegn?  Jón Baldvin þegar hann þrúkkaði sjallana til þess að samþykkja EES?  Davíð Oddsson þegar bankarnir voru seldir?

Fyrir mína parta kysi ég nú að þingmenn væru edrú þegar þeir taka ákvarðanir út fyrir sitt eigið prívat heimilishald.

Kolbrún Hilmars, 26.8.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Menn þola mismikið, Bergur sæll. Taki menn (karlar og konur) í glas verða þeir að kunna að drekka í hófi og verða þá um leið að þekkja sitt eigið hóf... ef svo má að orði komast. Nokkur grömm hjá einum geta verið banvænn skammtur hjá öðrum.

Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband