Visa og Master fyrir fóstur og látna

Ekki efast ég um hæfni stjórnenda íslenskra banka til að stórauka hagnað fyrirtækja sinna en vil samt benda á eina leið sem gæti flýtt fyrir því ferli.Tveir hópar í þjóðfélaginu borga sannanlega engin þjónustugjöld.Ófæddir og þeir sem látnir eru.Með því að gefa út greiðslukort á fóstur þessarar þjóðar og viðhalda greiðslukortum þeirra sem dánir eru mætti stórauka hagnað bankanna.Að vísu myndu þjónustugjöldin lenda á þeim sem lifandi eru en lengi má á sig blómum bæta.Hugsið ykkur að fæðast í heiminn með greiðslukortið tilbúið í vöggunni og hver veit nema gott sé að hafa með sér debetkortið,Visað eða Masterinn í ferðina löngu sem enginn veit hvar endar.Mér finnst reyndar furðulegt að engum skuli hafa dottið þetta til hugar áður,því það blasir við að þetta er líka þjóðfélagslega hagkvæmt,bankarnir myndu græða meira og þar af leiðandi borga hærri gjöld inn í þjóðfélagið.Margar fleiri leiðir eru til að auka hagnað bankanna en meira um það síðar.Allir sáttir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband