Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Benzinn

 Af Metsöluplötu Bergs Thorbergs frá 1989(Benzinn, fyrsta erindi).

 Það logar glatt í öllum strætum,

staðirnir eru fullir af ljótum og sætum.

Ískalt leðrið á lærunum glansar,

léttfull kona uppi' á bíl sem dansar.

Á nýinnfluttum Benz 

er betri séns,

að koma stelpunum a skrens.

(Lag og texti: Bergur Thorberg). Frh.

 


Lögfræðingurinn, Saddam Hussein, Íslendingurinn og..................

Hvað er í gangi? Íslendingur grunaður um að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni!!!!Lögfræðingurinn hans hefur verið verjandi Saddams Hussein og Milosevich!!! Og lögfræðingurinn hefur verið búsettur í Vestmannaeyjum og er með íslenskan bankareikning!!!!  Er nokkuð 1. apríl í dag?

Ég meina'ða.


Dökkhærða lágvaxna konan og ég

Sl. sunnudag var ég vakinn um átta leytið af lágvaxinni dökkhærðri konu. Ekki ónýtt það. Hún kom nú ekki beint í faðminn á mér og ekki hringdi hún dyrabjöllunni eða bankaði á dyrnar hjá mér. Nei svoleiðis var að mér barst til eyrna kunnuglegt hljóð að utan sem minnti mig á ál og gler. Ég leit út um gluggann og viti menn, þarna var hún, lágvaxin dökkhærð kona í miklum önnum. Ég verð reyndar að játa að það sem blasti við mér fyrst á götunni var ótrúleg sjón. Risastór svört þúst, mjakaðist löturhægt eftir götunni og virtist einhvern veginn silast áfram af sjálfdáðum. Svokom í ljós að drifkraftur þústarinnar var að sjálfsögðu þessi lágvaxna kona. Ég geri ráð fyrir að undir hlassinu hafi verið reiðhjól en er þó ekki viss. A.m.k. sá ég ekkert nema ótal svarta plastpoka í morgunsárinu sem voru að hefja ferðina yfir móðuna miklu og vonandi hefur legið vel á Dósa-Pétri  og þeim verið veitt vist í Endurvinnsluríkinu mikla. Það tók hlassið um það bil hálftíma að komast 50 metra og ótrúlegt að þessi lágvaxna kona skyldi hafa stjórn á hlutunum.Þarna hafa örugglega verið tugir svartra stórra plastpoka, afrakstur næturinnar, sem hlýtur að hafa verið gjöful(Hrekkjavaka, fyrsti vetrardagur) og margir á ferli. Ég tala nú ekki um að eftir að reykingabannið skall á virðast menn drekka meira á svokölluðu almannafæri og dósum og flöskum hent út um allt og því er þessi lágvaxna dökkhærða kona að vinna mikið þjóðþrifastarf. Næst þegar konan á leið hjá ætla ég að snarast út og bjóða henni aðstoð mína og hrósa henni fyrir eljuna, áræðið og atorkusemina alla og þar sem ég held að hún sé af erlendu bergi brotin ætla ég að bjóða hana velkomna til Íslands og ég vona svo sannarlega að hún hafi það gott í okkar stundum ískalda þjóðfélagi.

Í náttmyrkrinu á Grettisgötunni

Presley

Natasha Alexandra Presley fær sér göngutúr  í náttmyrkrinu á Grettisgötunni. Hún er frönsk aðalsmær af búlldóskum ættum. Rosalega vinsæl. En verður að passa sig.


Hvað er í gangi mín elskulega þjóð?

Fór í Sundhöll Reykjavíkur í gær eins og ég geri flesta daga þegar ég er hér heima. Ekki í frásögur færandi svo sem. Ég hafði lokið við að klæða mig en uppgötvaði þá að ég hafði gleymt sundbuxunum í sturtuklefanum. Ég lagði frá mér sundpokann í klefanum og skrapp inn og náði í þær. Það tók svona hálfa mínútu. Þegar ég kom til baka þá var pokinn horfinn!! Svo sem enginn sérstök verðmæti í honum en samt!!!! Leitað var um allt en allt kom fyrir ekki. Hver leggur á sig að stela sundlaugapoka? það var ekki eins og þetta væri einhver glæsipoki. Venjulegur innkaupapoki úr Bónus!!! Ma bara veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Ég hlýt að hafa verið vaktaður!!Sundlaugaverðirnir segja að þetta sé nánast daglegur viðburður. Það er kannski hægt að losna við þetta í Kolaportinu, hver veit. Þetta snyrtidót hefur verið notað af Bergi Thorberg sjálfum. Hlýtur að fást formúa fyrir það! Þið látið mig vita ef þið rekist á El'vital, vaxdós, deodorant og hárbursta. Fundarlaunum heitið. Daginn áður hafði ég keypt úldinn reyktan fisk í Bónus( vonandi einsdæmi), og þar fór kvöldmaturinn fyrir lítið. Þurfti að fara á slysavaktina í dag en það reyndist nú ekki alvarlegt. Ég ætla að fara mjög varlega allan morgundaginn.(Fullreynt í fjórða)!!!!!!!! Lambahryggurinn í dag var hreint lostæti.(Ekki keyptur í Bónus)!!!!


One more coffee?

One more coffee?

One more coffee before the cameraman is here? Darling? Darling? Darling?


Birgir Andrésson allur.

Tárin hrynja niður á lyklaborðið. Biggi vinur minn er allur. Í dag segja orðin mín ekki neitt..........................

Sorgardagur á White Heart Lane

Þær sorgarfréttir berast frá White Heart Lane í Lundúnum að Martin Jol hafi verið rekinn frá Tottenham í dag. Þrátt fyrir slæmt gengi liðsins undanfarið er ég sannfærður um að honum hefði tekist að snúa gengi liðsins við. En peningamennirnir bíða ekki endalaust og er það engin ný saga. Það sorglegasta við þetta allt er að stjórn félagsins hefur bæði leynt og ljóst farið á bak við Martin Jol um langa hríð og skapað mikinn óróleika innan félagsins, þrátt fyrir massífan stuðning leikmanna og áhangenda við þjálfara sinn, og þannig gert honum mjög erfitt fyrir í starfi sínu. Á sama tíma hefur stjórnin verið að þreifa fyrir sér með sölu á félaginu og hefur það ekki farið leynt. Stjórnin ætti að segja af sér, taka pokann sinn og skammast sín. Vonandi verða eigendaskipti á félaginu innan skamms og að þar komi heiðarlegt fólk til skjalanna. Martin Jol þarf ekki að skammast sín, honum var hreinlega gert ókleift að sinna starfi sínu sem hann hefur sinnt með sóma sl. tvær leiktíðir. But money talks, money rules and money sacks. Levy og Commoli: Skammist ykkar.

Hlemmur landnámsmaður og Hverfisgata

Hverfisgata

Þessa sögu heyrði ég fyrir 107 árum.

Hlemmur landnámsmaður réri einu sinni sem oftar til fiskjar út á Faxaflóa. Segir ekki margt af þeirri veiðiför annað en þegar hann kom að landi hafði hann fangað skötu eina mikla. Slengdi hann skötunni á bakið og gekk sem leið lá upp Grandagarðinn, yfir Kvosina og upp gegnum Þingholtin. Eftir því sem leið á gönguna, varð hann þreyttur, enda skatan ferlíki mikið. Ákvað hann því að hvílast og koma við hjá Baróni vini sínum, sem bjó þá á Barónsstíg. Slengdi hann skötunni á götuna og knúði dyra. Urðu þar miklir fagnaðarfundir og upphófst mikil mjaðardrykkja, sem stóð fram á næsta morgun. Þá hugðist Hlemmur drífa sig heim, enda ekki langt að fara, aðeins stuttur spölur upp á Hlemm, þar sem hann bjó. Hann staulast niður af loftinu og út á götu en viti menn..... skatan var ekki lengur þar sem hann hafði lagt hana, hún var horfin. Og eftir það heitir þar Hverfisgata.


Steinunn Ólína eldar kjötsúpu

Kjötsúpa

Já, það er í mörgu að snúast hjá minni þessa dagana enda ríkir neyðarástand í Kaliforníu. Þá er nú gott að eiga inni hjá henni Steinunni. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Vonandi er mesta hættan yfirstaðin vestra. ( Afsakið léleg myndgæði en þau helgast af miklum reyk og miklu sóti).


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband