Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Starfslokasamningar Ræstingakvenna og annara

Starfslok?? Starfslokasamningur í uppsigi? Hvað er þetta með starfslokasamninga.... er það bara fyrir suma? Útvalda? Valdir af þeim sem við kjósum til Alþingis og borgarstjórnar? Sveitastjórum sem tekst að láta ráða sig, eru með starfslokasamning, sem getur fleytt þeim áfram svo árum skiptir.....fjárhagslega. Starfslokasamningar virðast í öngvu tengjast góðum árangri í starfi. Fólk er hreint og beint verðlaunað fyrir kléna vinnu. Starfslokasamningar ræstingakvenna hljóma nú einhvernig veginn þannig, að verkstjóri segir við viðkomandi: Ef þú vilt ekki vinna áfram hér.. á lægri launum... með meiri vinnu.... já... þá skaltu bara þrífa þinn skít einhvers staðar annars staðar... málið dautt.
mbl.is Hjörleifur ekki blóraböggull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband