Fiskidagurinn mikli ---- Kaffisýning

Sat við eldhúsborðið í dag þegar síminn hringdi og mér var boðið að halda sýningu á Fiskideginum mikla á Dalvík 11.  ágúst. Ég tók skyndiákvörðun og sló til. Opna á föstudeginum 10. ágúst og ykkur er hér með öllum boðið á opnun sýningarinnar.Verð eingöngu með kaffiverk í ýmsum stærðum og verð sjálfur á gólfinu að vinna. Mér er sagt að í fyrra hafi komið 30.000 manns og öllum gefið að borða. Innfæddir opna hús sín og bjóða í súpu og kræsingar í boði út um allt í þessum 2.000 manna bæ. Öll heimili bæjarins hafa fengið fisk að gjöf sem þeir skreyta og skrifa svo ljóð á að eigin vali (frumsamin eða ekki) og þau hús þar sem súpa er í boði, skarta tveimur logandi kyndlum.Geri aðrir betur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband